- Afkoma Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2007


Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur staðfest ársreikning félagsins
fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2007. 

•  Hagnaður Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. eftir skatta á árinu 2007 nam
   1.352 m.kr. samanborið við 1.811 m.kr fyrir árið 2006. Rekstrarfélag
   Kaupþings banka hf. er dótturfélag Kaupþings banka hf. og hluti af
   samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans. 

•  Hreinar rekstrartekjur á tímabilinu námu 3.322 m.kr. samanborið við 3.165
   m.kr. á árinu 2006. 

•  Rekstrargjöld á tímabilinu námu 1.674 m.kr. samanborið við 956 m.kr. á árinu
   2006. 

•  Eigið fé 31. desember 2007 nam 4.862 m.kr. skv. efnahagsreikningi miðað við
   3.484 m.kr. 31. desember 2006. Eiginfjárhlutfall, sem reiknað er samkvæmt
   lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, er 58,6%, en má samkvæmt
   framangreindum lögum ekki vera lægra en 8,0%.
 
•  Rekstrarfélagið sér m.a. um eignastýringu og rekstur verðbréfasjóða,
   fjárfestingasjóða og fagfjárfestasjóða. Skuldabréf fagfjárfestasjóðsins KFF
   Institutional Investor Fund og hlutdeildarskírteini ICEQ verðbréfasjóðs eru
   skráð í OMX Norrænu kauphöllina Íslandi. Sérstakir ársreikningar eru gerðir
   fyrir þá sjóði og þeir birtir sérstaklega í fréttakerfi kauphallarinnar. 

•  Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG hf. sem telur að ársreikningurinn
   gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2007, fjárhagsstöðu
   þess 31. desember 2007 og breytingu á handbæru fé félagsins og hreinni eign
   sjóðanna á árinu 2007, í samræmi við lög um ársreikninga. 

Hægt verður að nálgast ársreikning félagsins frá og með deginum í dag í móttöku
Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. að Borgartúni 19, Reykjavík. 

Nánari upplýsingar um ársreikning Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. veita Ómar
Kaldal Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins, og Sigurður Guðmundsson í
síma 444 6000.

Attachments

2007-12-31 rekfel kb - a-hluti.pdf rkb lykiltolur 2007.pdf