Dagskrá aðalfundar



Aðalfundur Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. verður haldinn
þriðjudaginn 15. apríl 2008 kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, sal A+B.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár.

2. Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðanda bankans lagður
fram til staðfestingar.

3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu.

4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir næsta
starfsár og til endurskoðanda fyrir liðið starfsár.

5. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.

6. Stjórnarkjör.

7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.

8. Tillögur um að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum
félagsins:

(A) að 2. málsl. 3. gr. verði breytt þannig að í stað orðsins"fjárfestingabönkum" komi orðið "bönkum",

(B) að ný grein 15. a bætist við, svohljóðandi: "Hver hluthafi á rétt
á að taka til máls á hluthafafundi. Hafi stjórn ákveðið að
hluthafafundur skuli haldinn að hluta til rafrænt skulu hluthafar sem
þannig taka þátt í fundi leggja fram spurningar um dagskrá eða
framlögð skjöl o.fl. tengt fundinum eigi síðar en fimm dögum fyrir
fundinn.",

(C) að á eftir 2. mgr. 18. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:"Félagsstjórn getur ákveðið að hluthafar geti tekið þátt í
hluthafafundum rafrænt, þ.m.t. greitt atkvæði, án þess að vera á
staðnum. Skylt er þó að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði um
mál sem eru á dagskrá hluthafafunda, bréflega eða rafrænt."

(D) að orðið "virkum" í 3. málsl. 1. mgr. 19. gr. verði fellt út.

9. Tillaga um endurnýjaða heimild félagsins til að kaupa eigin hluti.

10. Önnur mál.

Dagskrá aðalfundarins, fundargögn, þ.m.t. ársreikningur bankans og
endanlegar tillögur, munu liggja fyrir á skrifstofu bankans að
Borgartúni 25, 6. hæð, til athugunar fyrir hluthafa frá og með 8.
apríl 2008.

Óski hluthafi eftir því að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á
fundinum skal ósk hans komið skriflega til skrifstofu bankans að
Borgartúni 25 í síðasta lagi þann 7. apríl 2008.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út kl. 16.00 þriðjudaginn 8.
apríl 2008. Framboðum skal skila skriflega til skrifstofu bankans að
Borgartúni 25 fyrir þann tíma. Í tilkynningu um framboð til stjórnar
skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs,
upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og
hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl
við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og
hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar um
frambjóðendur til stjórnar félagsins munu liggja frammi hluthöfum til
sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir
hluthafafund.

Það er skilyrði þess að hluthafar geti beitt réttindum sínum á
fundinum að nafn þeirra hafi verið skráð í hlutaskrá félagsins á
aðalfundardegi eða þeir færi með öðrum hætti fullnægjandi sönnur á
hlutafjáreign sína.

Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra á fundarstað frá kl. 14:00 á aðalfundardegi. Hluthafar geta
greitt atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins rafrænt. Hluthafar
sem hyggjast þannig greiða atkvæði þurfa að hafa aðgang að interneti
í gegnum ADSL eða sambærilega tengingu.

Nauðsynlegt er að tilkynna um rafræna þátttöku eigi síðar en kl.
16:00, mánudaginn 14. apríl 2008. Nánari upplýsingar um framkvæmd
rafrænnar þátttöku í fundinum og tilkynningu vegna hennar
má nálgast á heimasíðu félagsins, www.straumur.net.

Fundurinn fer fram á ensku.

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf.

Attachments

Aalfundarauglysing