- 2007


Ársreikningur Fjarðabyggðar 2007 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

    Fimmtudaginn 3. apríl 2007 var ársreikningur Fjarðabyggðar 2007 tekinn til
fyrri umræðu bæjarstjórnar en eins og sveitarstjórnarlög kveða á um skal fjalla
um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Seinni umræða um ársreikning
Fjarðabyggðar 2007 fer fram 17.apríl n.k. 

    Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð sem nam
773,4 millj.kr. í samsstæðuársreikningi, A og B hluta. Þar af var
rekstarniðurstaða A hluta jákvæð um 589,6 millj.kr. Að teknu tilliti til
fjármagnsgjalda var rekstur samstæðu jákvæður sem nam 500,9 millj.kr. og A
hluta 507,8 millj.kr. 

    Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2007 námu 4.042,8 millj. kr. í
samstæðu, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.283,3 millj. kr. Hækkuðu
tekjur samstæðu í heild um 6,6% frá fyrra ári. Mest hækkuðu útsvarstekjur eða
um 16,6% og aðrar tekjur um 13,3%. Ljóst er að bygging álvers í Fjarðabyggð og
umsvif vegna framkvæmda í sveitarfélaginu höfðu mikil áhrif á tekjumyndun og þá
sér í lagi áhrif frá starfsmannaþorp Bechtel á Haga. Þá lækkuðu framlög
Jöfnunarsjóðs um tæp 50% frá fyrra ári, en með hækkandi tekjum sveitarsjóðs
lækka framlög jöfnunarsjóðsins umtalsvert. 
  
    Rekstrargjöld án afskrifta í samstæðu námu 2.997,7 millj. kr. og þar af
rekstrargjöld A hluta 2.565,8 millj. kr. Heildar rekstrargjöld í samstæðu
hækkuðu um 14,5%. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 17,2% og annar
rekstarkostnaður um 14,2%. Líkt og á árinu 2006 er kostnaður hækkandi vegna
stækkandi rekstrareininga og aukinna umsvifa hjá sveitarfélaginu. Þá hækkaði
lífeyrisskuldbinding um 114,5 millj.kr. milli ára. 

    Veltufé frá rekstri samstæðu nam 949,5 millj. kr. og handbært fé frá
rekstri nam 1.130,0 millj. kr. Á árinu 2006 var handbært fé frá rekstri jákvætt
um 972,0 millj.kr. og aukningin því á milli ára 16%. Veltufjárhlutfall í lok
árs 2007 var 1,77 í A hluta og 1,06 í samstæðu. 

    Niðurstaða fjármagnsliða á árinu 2007 var 270,0 millj.kr samanborið við
631,2 millj. kr. á árinu 2006. Skýrist munurinn fyrst og fremst af háum
vaxtatekjum vegna sterkar sjóðsstöðu, markvissar skuldastýringar og sterku
gengi íslensku krónunnar. Vaxta- og verðbótatekjur ársins 2007 námu 82,7 millj.
kr. og gengishagnaður ársins vegna erlends lánasafns var 118,4 millj. kr. Þá
námu vaxta- og verðbótagjöld 455,8 millj. kr. 

    Fjárfestingar samstæðu nettó í varanlegum rekstrarfjármunum námu 770,8
millj.kr. Eignir sveitarfélagsins eru í lok árs 2007 8.596,5 millj.kr. þar af
7.540,1 millj.kr. í fastafjármunum. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru
4.827,3 millj.kr. og skammtímaskuldir 6,3 millj.kr. Eigið fé samstæðu í árslok
nam 1.757,4 millj.kr. þar af 1.681,3, millj.kr. í A hluta. Handbært fé í árslok
2007 nam 305,3 millj.kr. 

Nánari upplýsingar um ársreikning Fjarðabyggðar 2007 veitir forstöðukona
fjármála Jóna Árný Þórðardóttir í síma 470-9000.

Attachments

arsreikningur fjarabyggar 2007_kaupholl.pdf arsreikningur 2007_samantekt.pdf