Leiðrétting - Aðalfundardagskrá og tillögur - Frétt birt 2008.04.08:17:23:47


Leiðrétting:  leiðrétting og viðbót við tillögu um lið 3 í dagskrá, en verið er
að leiðrétta arðleysisdaginn og bæta við upplýsingum um arðstillöguna. 


Aðalfundur Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. verður haldinn fimmtudaginn
15. apríl 2008 kl. 16:00 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2,
108 Reykjavík, sal A+B. 

DAGSKRÁ

1.  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár.  

2.  Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðanda bankans lagður fram til
    staðfestingar. 

3.  Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu.

4.  Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir næsta starfsár og til 
    endurskoðanda fyrir liðið starfsár. 

5.  Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.

6.  Stjórnarkjör.

7.  Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.

8.  Tillögur um að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins:

    (a)  að 2. málsl. 3. gr. verði breytt þannig að í stað orðsins
         „fjárfestingabönkum“ komi orðið „bönkum”, 
    (b)  að ný grein 15. a bætist við, svohljóðandi: „Hver hluthafi á rétt á að
         taka til máls á hluthafafundi. Hafi stjórn ákveðið að hluthafafundur
         skuli haldinn að hluta til rafrænt skulu hluthafar sem þannig taka
         þátt í fundi leggja fram spurningar um dagskrá eða framlögð skjöl
         o.fl. tengt fundinum eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.“, 
    (c)  að á eftir 2. mgr. 18. gr. komi ný málsgrein,svohljóðandi:
         „Félagsstjórn  getur ákveðið að hluthafar geti tekið þátt í 
         hluthafafundum  rafrænt, þ.m.t. greitt atkvæði, án þess að vera á
         staðnum.Skylt er þó að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði um mál
         sem eru á dagskrá hluthafafunda, bréflega eða rafrænt.“, 
    (d)  að orðið „virkum“ í 3. málsl. 1. mgr. 19. gr. verði fellt út.

9.  Tillaga um endurnýjaða heimild félagsins til að kaupa eigin hluti.

10. Önnur mál.


FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út kl. 16.00 þriðjudaginn 8. apríl 2008.
Framboðum skal skila skriflega til skrifstofu bankans að Borgartúni 25 fyrir
þann tíma. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns
frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur
stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig
upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila
félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Upplýsingar
um frambjóðendur til stjórnar félagsins munu liggja frammi hluthöfum til sýnis
á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. 


FUNDARGÖGN OG ATKVÆÐASEÐLAR

Það er skilyrði þess að hluthafar geti beitt réttindum sínum á fundinum að nafn
þeirra hafi verið skráð í hlutaskrá félagsins á aðalfundardegi eða þeir færi
með öðrum hætti fullnægjandi sönnur á hlutafjáreign sína. 

Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á
fundarstað frá kl. 14:00 á aðalfundardegi. Hluthafar geta greitt atkvæði um mál
sem eru á dagskrá fundarins rafrænt. Hluthafar sem hyggjast þannig greiða
atkvæði þurfa að hafa aðgang að interneti í gegnum ADSL eða sambærilega
tengingu. Nauðsynlegt er að tilkynna um rafræna þátttöku eigi síðar en kl.
16:00, mánudaginn 14. apríl 2008. Nánari upplýsingar um framkvæmd rafrænnar
þátttöku í fundinum og tilkynningu vegna hennar má nálgast á heimasíðu
félagsins, www.straumur.net. 


TILLÖGUR

Liður 3 í dagskrá: Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að greiddar verði
48,9 milljón evrur í arð til hluthafa. Arðurinn nemur 30% af hagnaði félagsins
árið 2007 eftir skatta og samsvarar um það bil 0,0047 evrum á hlut. Arðurinn
greiðist hluthöfum með hlutabréfum í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf.
þann 13. maí 2008 og skal gengi hlutanna taka mið af meðalverði viðskipta með
hluti í bankanum á aðalfundardegi og gengi evru taka mið af opinberu
viðmiðunargengi (miðgengi) Seðlabanka Íslands á evru þann sama dag.
Arðsréttindadagur (record date) er 18. apríl 2008 en arðleysisdagur (ex-date)
er 16. apríl 2008. Því sem eftir stendur af hagnaði ársins skal ráðstafað til
hækkunar á eigin fé bankans. 

Liður 4 í dagskrá: Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir næsta
starfsár og til endurskoðanda fyrir liðið starfsár 

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að stjórnarlaun vegna
næsta starfsárs verði sem hér segir: 
Stjórnarformaður fái 9.300 evrur á mánuði.
Varaformaður stjórnar fái 6.200 evrur á mánuði.
Aðrir stjórnarmenn fái 3.100 evrur á mánuði.
Varamenn fái 850 evrur fyrir hvern setinn fund.
Stjórnarmenn fái kr. 850 evrur fyrir hvern setinn fund í undirnefndum stjórnar.

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að þóknun til
endurskoðenda félagsins fyrir liðið starfsár verði greidd samkvæmt reikningi. 

Liður 5 í dagskrá: Tillaga um starfskjarastefnu félagsins

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að starfskjarastefna
félagsins, sem stjórnin hefur samþykkt samkvæmt 79. gr. a hlutafélagalaga nr.
2/1995 með síðari breytingum, verði samþykkt. 


Liður 7 í dagskrá: Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að KPMG hf. verði
endurkjörið endurskoðunarfélag félagsins fyrir árið 2008. 

Liður 8 í dagskrá: Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að eftirfarandi
breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins: 

    (a)  að 2. málsl. 3. gr. verði breytt þannig að í stað orðsins
         “fjárfestingabönkum” komi orðið “bönkum”, 
    (b)  að ný grein 15. a bætist við, svohljóðandi: “Hver hluthafi á rétt á að
         taka til máls á hluthafafundi. Hafi stjórn ákveðið að hluthafafundur
         skuli haldinn að hluta til rafrænt skulu hluthafar sem þannig taka
         þátt í fundi leggja fram spurningar um dagskrá eða framlögð skjöl
         o.fl. tengt fundinum eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.”, 
    (c)  að á eftir 2. mgr. 18. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
         “Félagsstjórn getur ákveðið að hluthafar geti tekið þátt í
         hluthafafundum rafrænt, þ.m.t. greitt atkvæði, án þess að vera á
         staðnum.  Skylt er þó að gefa hluthöfum kost á að greiða atkvæði um
         mál sem eru á dagskrá hluthafafunda, bréflega eða rafrænt.”, 
    (d)  að orðið “virkum” í 3. málsl. 1. mgr. 19. gr. verði fellt út.

Liður 9 í dagskrá: Tillaga um endurnýjaða heimild félagsins til að kaupa eigin
hluti 

Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. leggur til að endurnýjuð verði
heimild stjórnar samkvæmt 8. gr. samþykkta félagsins til að eiga og taka að
veði eigin hluti í samræmi við ákvæði VIII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög
og 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Heimildin skal vera til 18
mánaða og takmarkast við að samanlögð kaup hluta og veðsetning fari ekki yfir
10% af heildarhlutafé bankans á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæst 20%
yfir meðalsöluverði hluta í félaginu skráðu á OMX Nordic Exchange á Íslandi hf.
á næstliðnum tveimur vikum áður en kaup voru gerð. Með samþykki tillögunnar
fellur niður fyrri heimild til kaupa á eigin hlutum sem samþykkt var á síðasta
aðalfundi félagsins. 


Stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf.