Afkoma Glitnis banka á 1. ársfjórðungi 2008



Hagnaður samstæðu 7,7 milljarðar króna fyrir skatta
                                   
  Hagnaður færður yfir eigið fé 28,4 milljarðar króna fyrir skatta
              Sterk lausafjárstaða 8.7 milljarður evra
 
 
Helstu niðurstöður:

  * Hagnaður fyrir skatta á 1. ársfjórðungi nam 7,7 milljörðum króna,
    aukning um 102% frá 4. ársfjórðungi 2007
  * Hreinar rekstrartekjur hafa aldrei verið hærri, eða 25,6
    milljarða króna og jukust um 29% frá síðasta ársfjórðungi
  * Hreinar vaxtatekjur á 1. ársfjórðungi voru 13,8 milljarðar og
    hækkuðu um 16% frá 4. ársfjórðungi 2007
  * Þóknanatekjur á 1. ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum og
    jukust lítillega frá síðasta ársfjórðungi
  * Gjöld námu 13,8 milljörðum króna sem er 12% lækkun frá 4.
    ársfjórðungi 2007
  * Raunvöxtur lánasafns var 4% á fyrsta ársfjórðungi
  * Lausafjárstaðan styrktist verulega og var 8,7 milljarðar evra í
    lok 4. ársfjórðung
  * Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 11,0%, þar af var A-hlutfall
    7,7%

 
Tíðindi á tímabilinu

  * Tekjur af kjarnastarfsemi eru traustar, jukust um 12,6% að
    meðaltali (CQGR) frá 1. ársfjórðungi 2007
  * Hagnaður af kjarnastarfsemi fyrir skatta[1] jókst um 46% milli
    ársfjórðunga og um 21% milli ára
  * Hlutfall kostnaðar af tekjum lækkaði niður í 54% úr 79% á síðasta
    ársfjórðungi
  * Góð afkoma markaðsviðskipta, fyrirtækja- og
    fjárfestingabankasviða á 1. ársfjórðungi ársins
  * Góð verkefnastaða framundan á sviði markaðssyllna og sölu og
    skráningu fyrirtækja, 60% ráðgjafatekna á fjórðungnum tengdar
    markaðssyllum
  * Markaðsviðskipti á íslandi hagnast á sveiflum á gjaldeyris- ,
    verðbréfa- og afleiðumörkuðum
  * Glitnir er annar stærsti hlutabréfamiðlari á norrænum
    hlutabréfamarkaði með 7,37% markaðshlutdeild
     

Lárus Welding, forstjóri Glitnis: "Afkoma Glitnis var mjög góð á
þessum fyrsta ársfjórðungi en hann einkenndist af mjög krefjandi
markaðsaðstæðum fyrir öll fjármálafyrirtæki. Þrátt fyrir umrót á
mörkuðum sýndi Glitnir innri styrk og staðfestir afkoman
undirliggjandi þanþol og sveigjanleika í rekstri bankans.
 
Hreinar rekstrartekjur okkar hafa aldrei verið hærri og það er
stöðugur vöxtur í kjarnastarfsemi. Skýr stefna á markaðssyllum okkar,
sjávarútvegi og jarðhita, hefur verið árangursrík og þar sem um 60%
af ráðgjafatekjum okkar tengjast þessum sviðum. Rekstrargjöld drógust
saman um 12% á milli fjórðunga sem er í samræmi við stefnu okkar um
aukið hagræði í rekstri bankans. Ennfremur hefur okkur tekist að
styrkja góða lausafjárstöðu og eiginfjárhlutföll við erfiðar ytri
aðstæður.
 
Allar fjármálastofnanir hafa þurft að hagræða í rekstri sínum á
síðustu misserum til að auka skilvirkni í starfsemi og auka arðsemi.
Við ætlum okkur að styrkja tekjuvöxt bankans enn frekar á öðrum
ársfjórðungi og standa vörð um lausafjárstöðu okkar og beita
áframhaldandi aðhald í rekstri."

[1] Hagnaður fyrir skatta og afskriftir - aðrar rekstrartekjur
 

Nánari upplýsingar                           
veita:
Lárus Welding      Alexander K. Guðmundsson Vala Pálsdóttir
Forstjóri          Framkvæmdastjóri         Forstöðumaður
                   fjármálasviðs            fjárfestatengsla
sími: 440 4005     sími: 440 4656           sími: 440 4989 eða
                                            vp@glitnir.is

 
Reikninga Glitnis er að finna á slóðinni www.glitnir.is.

Attachments

Glitnir Q1 08 presentation Glitnir banki 1 arsfjordungur 2008 Frettatilkynning Condensed Consolidated Interim Financial Statements 2008