- Helgi Már Björgvinsson ráðinn framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Icelandair


Helgi Már Björgvinsson, sem verið hefur svæðisstjóri Icelandair fyrir Bretland
og Írland hefur verið ráðinn  framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs
Icelandair.  Helgi hóf störf hjá Icelandair árið 1999, fyrst sem yfirmaður
Icelandair Holidays og síðar sölustjóri fyrir Bandaríkin og Kanada.  Árið 2002
varð hann sölu- og markaðsstjóri fyrir Bretland og Írland og 2004 svæðisstjóri
fyrir Suður-Evrópu.  Helgi hefur verið svæðisstjóri fyrir Bretland og Írland
frá 1. maí, 2007.  Helgi er með BS gráðu í markaðs- og stjórnunarfræði frá
University of South Carolina, Columbia og er að ljúka MBA námi frá ESCP-EAP
European School of Management í París.  Helgi er 37 ára gamall og er kvæntur
Mörtu Jónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi hjá UNESCO í París.