Benedikt Gíslason ráðinn framkvæmdastjóri



16. maí 2008

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. ("Straumur") hefur ráðið
Benedikt Gíslason í stöðu framkvæmdastjóra yfir Markaðsviðskiptum,
Eigin viðskiptum og Fjárfestingarsviði, að meðtöldu Straumur Capital
Management (SCM). Benedikt var áður framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta
hjá FL Group. Áður en hann gekk til liðs við FL í apríl á liðnu ári
var hann framkvæmdastjóri Eigin viðskipta hjá Straumi. Þar áður
starfaði hann meðal annars við markaðsviðskipti hjá
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka. Benedikt hefur CSc
gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur
verðbréfamiðlari."Við fögnum því að fá Benedikt aftur til liðs við okkur," segir
William Fall forstjóri Straums. "Umfangsmikil reynsla hans á
innlendum sem erlendum mörkuðum felur í sér þýðingarmikla viðbót
fyrir bankann.""Ég er afar ánægður með að ganga til liðs við Straum á ný," segir
Benedikt Gíslason. "Bankinn hefur þróast mikið á skömmum tíma og ég
tel að við eigum mörg spennandi sóknarfæri."

Núverandi framkvæmdastjórar yfir Eigin viðskiptum Straums, Flemming
Bendsen og Fredrik Sjöstrand, gegna áfram stöðum sínum innan bankans
en munu í framtíðinni heyra undir Benedikt.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Teitur Guðnason
fjölmiðlafulltrúi
s. 858 6778
netfang: olafur.gudnason@straumur.net