Fréttatilkynning vegna víxla og/eða skuldabréfaflokka sem skráð eru hjá Nasdaq OMX á Íslandi


Að undanförnu hafa forvarsmenn Nýsis hf. unnið að fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækisins og hafa af því tilefni gert samning við
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands um ráðgjöf í tengslum við þá vinnu. 
 
Nýsir er útgefandi eftirfarandi markaðsbréfa sem eru á gjalddaga á fyrstu sjö
mánuðum þessa árs:   NYSI 08 319  (gjalddagi 19.  mars 2008), NYSI 08 0425
(gjalddagi 25. apríl 2008) ,NYSI 03 1 (gjalddagi 17 júlí 2008)  NYSI 07/1
(Gjalddagi 20.júlí) og NYSI 07/02 (Vaxtagjaldd 20.april og 20.júlí)  Á
grundvelli samkomulags við eigendur ofangreindra markaðsbréfa hafa átt sér stað
viðræður um uppgjör krafnanna og af hálfu félagsins er að því stefnt að
niðurstaða náist innan fárra vikna. Jafnframt er stefnt að samkomulagi við
eigendur markaðaflokkanna, NYSI 05 1 og NYSI 06 1 

Gert er ráð fyrir því að full endurskipulagning félagsins  muni taka lengri
tíma og dráttur verði á greiðslum þangað til þeirri endurskipulagningu  er
lokið.