Afkoma fyrri árshelmings 2008



Afkoma Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. á fyrri helmingi
                             ársins 2008
         Hagnaður samstæðu eftir skatta 20,8 milljónir evra*

Helstu niðurstöður fyrri árshelmings 2008
*          Hagnaður eftir skatta nam 20,8 milljónum evra. Hagnaður
  fyrir skatta nam 4,3 milljónum.
*          Rekstrartekjur námu 81,5 milljónum evra.
*          Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn, þ.e. hreinar
  vaxtatekjur og hreinar þóknunartekjur, jukust um 12,0% miðað við
  sama tímabil árið 2007 og námu 103,8 milljónum evra.
*          Tap af fjárfestingum nam 25,1 milljón evra.
*          Rekstrarkostnaður nam 62,0 milljónum evra.
*          Kostnaðarhlutfall tímabilsins var 76,1%.
*          Hagnaður á hlut nam 0,002 evrum.
*          Arðsemi eigin fjár var 2,7%.
*          Heildareignir í lok tímabilsins námu 6,2 milljörðum evra,
  sem er 12,7% minna en í ársbyrjun.
*          Eignir í stýringu námu 1,4 milljörðum evra í lok
  tímabilsins.
*          Eiginfjárhlutfall (CAD) var 25,4% í lok tímabilsins.
  Eiginfjárþáttur A var 23,2%.
*          Lausafjárstaða bankans er sterk og er bankinn fjármagnaður
  í meira en 365 daga.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2008
*          Tap eftir skatta nam 1,4 milljónum evra. Tap fyrir skatta
  nam 20,2 milljónum.
*          Rekstrartekjur námu 15,3 milljónum.
*          Tekjur af þjónustu við viðskiptamenn námu 49,8 milljónum;
  þar af voru hreinar vaxtatekjur 23,9 milljónir og hreinar
  þóknunartekjur 25,9 milljónir.
*          Tap af fjárfestingum nam 36,0 milljónum.
*          Rekstrarkostnaður hélt áfram að lækka og nam 26,9
  milljónum.
*          Tekjuskattur var jákvæður um 18,7 milljónir; þar af nemur
  einskiptisleiðrétting 10,6 milljónum.

* Gengi fyrir hagnað/tap er meðalgengi ISK/EUR á fyrri hluta ársins:
109,14. Gengi fyrir efnahagsreikning er ISK/EUR í lok tímabilsins:
124,30

William Fall, forstjóri Straums"Okkur hefur tekist að stýra bankanum í gegnum erfiða tíma með því að
koma okkur upp stöðugum tekjustofnum þrátt fyrir óróa á mörkuðum,
standa vörð um fjárhagslegan styrk bankans, verja lausafjárstöðuna,
draga úr áhættu og skera niður kostnað. Á sama tíma höfum við haldið
áfram að efla starfsemina og leita nýrra tækifæra. Tap af tilteknum
fjárfestingum á öðrum ársfjórðungi er áminning um hve þýðingarmikið
var auka breiddina í starfsemi bankans eins og gert hefur verið. Og
það getur ekki yfirskyggt þann árangur sem við höfum náð í þeim
efnum, eins og birtist í því að tekjur af þjónustu við viðskiptamenn
á fyrri helmingi ársins jukust um 12% á milli ára."


Milljónir evra               H1 2008 H1 2007 Q2 2008 Q1  2008 Q4 2007
Tekjur af þjónustu við         103,8    92,7    49,8     53,9    59,8
viðskiptamenn*
Rekstrartekjur                  81,5   240,7    15,3     66,2    56,5
Rekstrarkostnaður             (62,0)  (42,3)  (26,9)   (35,1)  (46,7)
Hagnaður fyrir skatta            4,3   191,0  (20,2)     24,4     1,4
Hagnaður                        20,8   163,4   (1,4)     22,3   (0,6)
Kostnaðarhlutfall (%)           76,1    17,6
Hagnaður á hlut (evrur)        0,002   0,017
Arðsemi eigin  fjár á            2,7    23,8
ársgrundvelli (%)
Eiginfjárhlutfall (CAD) (%)     25,4    28,4


Nánari upplýsingar veita:
Stephen Jack, fjármálastjóri
stephen.jack@straumur.net
+44 7885 997570

Georg Andersen
Forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
georg.andersen@straumur.net
+354 858 6707

Uppgjörskynning í Reykjavík
Kynningarfundur  verður  haldinn   fyrir  hluthafa  og   markaðsaðila
miðvikudaginn  30.   júlí  2008   á  Hilton   Reykjavík  Nordica   að
Suðurlandsbraut    2.    Forstjóri    og    fjármálastjóri    Straums
fjárfestingabanka kynna afkomu bankans og svara spurningum. Kynningin
verður á  ensku.  Hægt  verður  að fylgjast  með  fundinum  í  beinni
útsendingu á  vef  bankans, www.straumur.com/webcast.  Eftir  fundinn
verður hægt að nálgast kynningarefni á vef Straums, www.straumur.com,
og á vef OMX Nordic Exchange á Íslandi, www.omxnordicexchange.is.

Fundurinn hefst klukkan  9.30 árdegis  en boðið verður  upp á  léttar
veitingar frá klukkan 9:00.

Dagskrá:
9:00 Boðið upp á léttan hádegisverð
9:30 William  Fall forstjóri  og  Stephen Jack  fjármálastjóri  kynna
afkomu bankans og svara spurningum
10:30 Fundarlok

Fundarstjóri: Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og
markaðssviðs.

Attachments

Afkomutilkynning Q208.pdf Arshlutareikningur Q208.pdf