- Afkoma Kaupþings banka á fyrri helmingi ársins 2008



Hagnaður eftir skatta 34,1 ma. króna á fyrri helmingi ársins

- Hagnaður hluthafa eftir skatta nam á fyrri helmingi ársins 34,1
ma.kr. (45,8 ma.kr. á sama tímabili 2007)
- Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 19,8% á ársgrundvelli
(32,0% sama tímabil 2007)
- Grunntekjur (hreinar vaxtatekjur og þóknanatekjur) jukust um 15,3%
og námu 73,4 ma.kr. á fyrri helmingi ársins (63,6 ma.kr. á sama
tímabili 2007)
- Innlán jukust um 400 ma.kr. í öðrum ársfjórðungi
- Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptavina jukust úr 36% í
44% á öðrum ársfjórðungi
- Eigið fé hluthafa jókst um 78,6 ma.kr. á fyrri helmingi ársins
- Eiginfjárhlutfall helst áfram hátt 11,2% - Eiginfjárþáttur A var
9,3%
- Heildareignir námu 6.604 milljörðum króna í lok júní og jukust um
23,5% í íslenskum krónum en drógust saman um 9,0% í evrum frá
áramótum
- Hagnaður hluthafa eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 15,4 mö.kr.
(25,5 ma.kr. á sama tímabili 2007)
- Arðsemi eiginfjár á öðrum ársfjórðungi var 16,1% á ársgrundvelli
(36,6% sama tímabil 2007)
- Grunntekjur (hreinar vaxtatekjur og þóknanatekjur) á öðrum
ársfjórðungi jukust um 17,4% og námu 41,1 ma.kr. (35,0 ma.kr. á öðrum
ársfjórðungi 2007
- Hreinar vaxtatekjur voru hærri en allur kostnaður á öðrum
ársfjórðungi
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri"Rekstur Kaupþings gengur vel. Arðsemi eigin fjár á fyrri hluta
ársins var um 20% og er það ánægjulegt að ná arðsemis markmiði
bankans í óhagstæðu ástandi á fjármálamörkuðum. Það sem mest er um
vert er að bankanum hefur tekist að verja eiginfjár- og
lausafjárstöðu sína. Gengisvörn bankans og verðtryggðar eignir í
eignasafni hans hafa varið bankann fyrir óróa í hagkerfi Íslands.
Mjög vel hefur gengið að afla innlána en þau jukust um 28% á öðrum
ársfjórðungi og eru horfur á því að þau markmið bankans náist að
hlutfall innlána á móti útlánum til viðskiptavina komist yfir 50%
fyrir árslok. Bankinn er því vel fjármagnaður og lausafjárstaðan
traust. Kaupþing er ekki frekar en aðrir bankar ónæmt fyrir þeim
erfiðleikum sem nú einkenna alþjóðlega fjármálamarkaði og kemur það
meðal annars fram í lægri gengishagnaði og í hærri virðisrýrnun
útlána. Hins vegar er rekstur bankans landfræðilega vel dreifður,
áhættustýring bankans öflug og gæði eigna enn mjög mikil. Við teljum
því að eignasafn okkar sé vel í stakk búið til að mæta áframhaldandi
erfiðleikum á fjármálamörkuðum."

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um uppgjörið veitir Fríða Filipina Fatalla,
Fjárfestatengslum, í síma 444-6192. Upplýsingar um Kaupþing er einnig
hægt að nálgast á heimasíðum bankans www.kaupthing.is og
www.kaupthing.com

Attachments

Arshlutareikningur pdf.pdf Frettatilkynning pdf.pdf