Afkoma Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi og fyrri helmingi 2008


Afkoma Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi 2008
•Betri afkoma en á síðasta ári
•Rekstur lagaður að erfiðum ytri skilyrðum
•Heildarvelta félagsins á öðrum ársfjórðungi 2008 var 29 milljarðar króna og
jókst    um  79% frá sama tíma í fyrra 
•EBITDA  var 1,9 milljarðar króna en 1,3 milljarðar króna á sama tíma í fyrra
•EBIT var 901 milljón króna samanborið við 636 milljónir króna á sama tíma í
fyrra 
•Hagnaður eftir skatta var 395 milljónir króna, en var 205 milljónir króna á
sama tíma í fyrra 
•Eignir voru 89,8 milljarðar króna í lok júní 2008 samanborið við 66,8
milljarða í lok árs 2007 
•Eiginfjárhlutfall var 30% í lok júní 2008 en var 37% í ársbyrjun

•EBITDAR á öðrum ársfjórðungi 2008 var 5,3 milljarðar króna samanborið við 2,6
milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2007. 
•Mikla veltuaukningu má að mestu rekja til komu Travel Service inn í samstæðuna
frá 1. apríl 2008 sem og stöðu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum 
•Viðbrögð við erfiðum ytri rekstrarskilyrðum hafa skilað árangri og áfram er
unnið samkvæmt aðgerðaáætlun til að aðlaga reksturinn að erfiðu efnahagsástandi
og háu eldsneytisverði 

Fyrri helmingur ársins 2008
•Heildarvelta félagsins var 43 milljarðar króna sem er 53% aukning miðað við
sama tíma í fyrra 
•Hagnaður af sölu eigna nam  97 milljónum króna á tímabilinu, en á sama
tímabili í fyrra var 1,3 milljarða króna hagnaður af sölu eigna 
•Handbært fé frá rekstri var 7,6 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins 2008
en var 3,6 milljarðar króna á sama tíma í fyrra 
•EBITDA var 998 milljónir króna en var 1,2 milljarðar króna á sama tíma í fyrra
•EBIT var neikvætt um 762 milljónir króna en neikvætt um 197 milljónir á sama
tíma í fyrra 
•Tap á fyrri helmingi ársins 2008 var 1,3  milljarðar króna en var 1 milljarður
á sama tíma í fyrra 
•EBITDAR á fyrri helmingi 2008 var 6 milljarðar króna samanborið við 3,7
milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2007 


Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group:

„Afkoma Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi er betri en á sama tíma á síðasta
ári, sem er framar vonum í erfiðu rekstrarumhverfi í alþjóðaflugi. Icelandair
Group er nú með starfsemi í öllum heimsálfum og 75% rekstrartekna koma erlendis
frá, og aðeins 25% frá Íslandi. 

Mikill vöxtur einkennir tímabilið, en þar munar mest um að tékkneska
flugfélagið Travel Service kom inn í reksturinn. Það er nú næst stærsta félagið
í Icelandair Group og var afkoma þess góð á öðrum ársfjórðungi. 

Fyrirtæki innan samstæðunnar hafa brugðist við háu eldsneytisverði og minnkandi
eftirspurn með kostnaðaraðhaldi og tekjustýringu. Rekstur Icelandair, stærsta
félagsins, er í járnum, og þar hefur verið gripið til aðhaldsaðgerða sem lofa
góðu. 

Í heild erum við að sjá jákvæðan árangur af fjölþættingu Icelandair Group og
batnandi lausafjárstöðu. Unnið er samkvæmt aðgerðaráætlunum í öllum fyrirtækjum
og við höfum samheldið og kraftmikið starfsfólk sem er reiðubúið að stýra
félaginu í gegnum ókyrrðina í efnahagslífinu.“ 

Frekari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group 		sími: 896-1455

Attachments

q2_2008_afkoma_final.pdf icelandair group hf 30 6 2008.pdf