- Afkoma N1 hf eftir skatta dregst saman um kr. 740 milljónir á fyrri hluta ársins


Hagnaður N1 hf. 30.06.2008 er  kr. 98,3 milljónir eftir skatta.
    
Veltufé frá rekstri nam 1.148 millj. kr. en var 397 millj. kr. fyrir sama
tímabil á fyrra ári. 

Eigið fé félagsins er um 6 milljarðar þann 30.06.2008.



Árshlutareikningur N1 hf 30.06.2008

Árshlutareikningur N1 hf. Þann 30.06.2008 hefur verið staðfestur af stjórn
félagsins og forstjóra.  Árshlutareikningurinn er  byggður á alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum (IFRS) og hefur samanburðarfjárhæðum verið breytt til
samræmis við nýjar reikningsskilareglur. 

Rekstur
Rekstrartekjur félagsins nema 19.706 millj. kr. samanborið við 14.082 millj.
kr. fyrir sama tímabil árið 2007.  Hagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld
nemur 2.051 millj kr. samanborið við 732 millj fyrir sama tímabil ári 2007.   
Rekstrarhagnaður tímabilsins nam 98,3 milljónum kr á móti 839,2 milljónum kr.
fyrir sama tímabil árið áður. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 1.281 millj. kr.
en voru jákvæðir um 837 millj. kr á sama tímabilið árið 2007. 

Eignir
Bókfært verð eigna félagsins í lok tímabilsins nam 25.1602 millj. kr.
samanborið við 20.063 millj. kr. í árslok 2007.  Fastafjármunir hækka um 1.049
millj. kr. á tímabilinu og nema 9.024  millj. kr. lok þess.  Veltufjármunir
hafa aukist út 12.088 milljónum í 16.136 milljónir.  Stafar þessi hækkun
aðallega vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á eldsneyti.  Efnahagsreikningurinn
stækkar úr 20.063 milljónum í 25.160 milljónir. 

Eigið fé
Eigið fé þann 30. júní 2008 nam 5.975 millj. kr. samanborið við 5.355 millj.
kr. þann 31.12.2007. 

Skuldir
Í lok ársins námu heildarskuldir og skuldbindingar 19.185 millj. kr. og þar af
námu langtímaskuldir 6.203 millj. kr. 
 
Staða og horfur
Rekstrarhorfur út árið eru áfram erfiðar vegna óstöðugleika í efnahagsmálum. 
Kjarnastarfsemi félagsins hefur gengið vel á árinu en þó má reikna með að
afkoma ársins verði lakari en árið 2007. 

Nánari upplýsingar veita Hermann Guðmundsson forstjóri og Elías Bjarni
Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 440 1000

Attachments

n1.pdf frettatilkynning n1 30 06 2008.pdf tafla 062008 2.xls