838 milljóna króna hagnaður af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á 2. ársfjórðungi 2008


Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 838 milljóna króna hagnaði á
öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af
stjórn fyrirtækisins í dag. Er það verulegur viðsnúningur frá fyrstu
þremur mánuðum ársins þegar gengisfall íslensku krónunnar olli 17,2
milljarða króna tapi. Horfur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á árinu
2008 eru góðar.

Fyrri hluti árs 2008
Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 16,4 milljarða króna halla fyrstu
sex mánuði ársins. Óhagstæð  gengisþróun skýrir niðurstöðuna að  öllu
leyti. Tekjur fyrirtækisins  jukust um 919  milljónir miðað við  sömu
mánuði ársins 2007. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir,  fjármagnsliði
og skatta,  EBITDA,  var  5,8 milljarðar  króna  samanborið  við  5,3
milljarða króna rekstrarhagnað á sama tímabili árið áður.

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur var með  16.406 milljóna króna halla  á
fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 8.198 milljóna króna  hagnað
á sama tímabili árið áður.

Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði  ársins námu 11.369 milljónum  króna
en voru 10.450 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins  fyrir  afskriftir, fjármagnsliði  og  skatta,
EBITDA, var  5.816 milljónir  króna  samanborið við  5.325  milljónir
króna á sama tímabili árið áður.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 22.187 milljónir króna á tímabilinu,
en voru jákvæðir um 7.500 milljónir króna á sama tímabili árið 2007.

Heildareignir þann 30. júní 2008 voru 218.265 milljónir króna en voru
191.491 milljón króna í árslok 2007.

Eigið fé þann 30. júní 2008 var 71.798 milljónir króna en var  88.988
milljónir króna í árslok árið 2007.

Heildarskuldir  fyrirtækisins  þann  30.   júní  2008  voru   146.467
milljónir króna samanborið við 102.503 milljónir króna í árslok 2007.

Eiginfjárhlutfall var 32,9% þann 30. júní 2008 en var 46,5% í  árslok
2007.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru neikvæð um 22,2 milljarða króna
samanborið við 7,5  milljarða króna  hagnað fyrir  sama tímabil  árið
2007. Neikvæð staða vegna gengismunar og gjaldmiðlasamninga nam  30,4
milljörðum króna  á  tímabilinu  en  gangvirðisbreytingar  innbyggðra
afleiða í raforkusölusamningum skiluðu 11,0 milljarða króna hagnaði á
sama tíma.

Ýmis mál
Með nýjum  lögum  nr.  50/2005  um  skattskyldu  orkufyrirtækja  varð
fyrirtækið skattskylt  í  samræmi við  2.  gr. laga  nr.  90/2003  um
tekjuskatt. Lögin  komu til  framkvæmda við  álagningu tekjuskatts  á
árinu 2007 vegna tekna á árinu  2006. Sá hluti starfsemi OR er  lýtur
að  rekstri   vatnsveitu  og   fráveitu  er   þó  áfram   undanskilin
tekjuskatti.

Í maí síðastliðnum var  samþykkt breyting á  lögum um tekjuskatt  sem
fól í sér lækkun  á tekjuskattshlutfalli úr 26%  í 23,5% og  öðlaðist
þessi lagabreyting gildi  frá og  með 1. janúar  2008. Áhrif  lækkaðs
skatthlutfalls í upphafi árs nemur 456 milljónum króna og er lækkunin
tekjufærð í rekstrarreikningi á tímabilinu.

Alþingi samþykkti á vorþingi breytingar á ýmsum lögum á orkusviði með
gildistöku 1. júlí 2009.  Þessar breytingar fela  það meðal annars  í
sér að skipta  þarf fyrirtækinu upp  þannig að sérleyfisstarfsemi  og
samkeppnisstarfsemi sé  rekin  í  aðskildum  fyrirtækjum.  Hafinn  er
undirbúningur að þessari skiptingu.

Árshlutareikningurinn   er   gerður   í   samræmi   við    alþjóðlega
reikningsskilastaðla.

Horfur
Horfur eru góðar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2008.
Umsvif fara vaxandi og fjárfestingar eru miklar. Stærsta einstaka
verkefnið er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem mun stórauka
eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins og hafa fyrstu tveir áfangar
hennar þegar verið teknir í notkun.
Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur  B. Kvaran, forstjóri  Orkuveitu
Reykjavíkur, í síma 516-6000.


Orkuveita Reykjavíkur -
árshlutauppgjör
Allar tölur eru í                                1. og 2.    1. og 2.
milljónum. kr.             1. ársfj. 2. ársfj.     ársfj.      ársfj.
                                2008      2008       2008        2007
Rekstrarreikningur         1.1.-31.3 1.4.-30.6  1.1.-30.6   1.1.-30.6

Rekstrartekjur                 6.079     5.290     11.369      10.450
Rekstrargjöld                (2.679)   (2.874)    (5.553)     (5.126)
Rekstrarhagn. f. afskr.
(EBIDTA)                       3.400     2.416      5.816       5.325
Afskriftir                   (1.632)   (1.677)    (3.308)     (2.790)
Fjármunatekjur og
(fjármagnsgjöld)            (22.729)       542   (22.187)       7.500
Áhrif hlutdeildarfélaga           42      (28)        14            0
(Tap) hagnaður fyrir
skatta                      (20.919)     1.253   (19.666)      10.035
Tekjuskattur                   3.676     (416)      3.260     (1.837)
(Tap) hagnaður tímabilsins  (17.243)       838   (16.406)       8.198

Skipting (taps) hagnaðar
Eigendur
móðurfyrirtækisins          (17.220)       838   (16.382)       8.192
Hlutdeild minnihluta            (23)       (1)       (24)           7
(Tap) hagnaður tímabilsins  (17.243)       838   (16.406)       8.198

Handbært fé frá rekstri          736     2.803      3.540       3.819



Efnahagsreikningur         31.3.2008            30.6.2008  31.12.2007

Fastafjármunir               192.841              204.705     183.097
Veltufjármunir                16.151               13.560       8.394
Eignir                       208.991              218.265     191.491

Eigið fé                      71.361               71.798      88.988
Langtímaskuldir og
skuldbindingar               128.721              137.402      93.205
Skammtímaskuldir               8.909                9.065       9.298
Eigið fé og skuldir          208.991              218.265     191.491

Kennitölur
   Veltufjárhlutfall            1,81                 1,50        0,90
   Eiginfjárhlutfall           34,1%                32,9%       46,5%

Attachments

Arshlutareikningur samstu Orkuveitu Reykjavikur - 2Q 2008.pdf