- 6 mánaða uppgjör 2008


Stjórn Opin Kerfi Group hefur gengið frá ársreikningi félagsins fyrir tímabilið
1.janúar - 30.júní 2008 og hefur hann fengið fyrirvaralausa könnunaráritun
löggiltra endurskoðenda þess.  Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við
alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS. 

Opin Kerfi Group hf 
Heildar rekstrartekjur Opin Kerfi Group á fyrri helmingi ársins 2008 var 4.805
milljónir króna, samanborið við 6.251 milljónir króna fyrir sama tímabil árið. 
Allar tekjur félagsins eiga nú uppruna sinn í erlendri starfsemi félagins en
árinu áður var það hlutfall í kringum 75%.  Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir
og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um 186 milljónir króna samanborið við 131
milljónir í hagnað árið áður.  Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að rekstur
félagsins verði töluvert betri á yfirstandandi ári en á árinu 2007. 

Hagnaður samstæðunnar eftir skatta og óreglulega starfssemi var 318 milljónir
króna á tímabilinu en var á fyrra ári  fyrir sama tímabil 59 milljónir króna. 
Eiginfjárhlutfall félagsins er 50,2% og arðsemi eigin fjár 11,87% sem er hærra
en á fyrra ári.  Fjöldi starfsmanna var á tímabilinu um 348. 

Dótturfélög 
Opin Kerfi Group hf samanstendur í dag af móðurfélaginu og tveimur
rekstrarfélögum sem eru Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku. 

Kerfi AB 
Rekstrartekjur Kerfi AB í sænskum krónum talin fyrir fyrstu 6md ársins eru
324mkr í stað 339m fyrir sama tímabil á árinu 2007.  EBIDTA hækkaði verulega
milli ára  eða úr 5,5 SEK í 23,7m SEK fyrir sama tímabil.  Endurskipulagning
félagsins hófst með ráðningu nýs forstjóra í lok árs 2007 sem hefur skilað sér
í lægri rekstrarkostnaði og auknum hagnaði. 
Horfur í Svíþjóð eru að tekjurnar muni aukast eitthvað á árinu og áfram er
unnið að lækkun kostnaðar og endurskipulagningar í rekstri.  Horfur er á að
afkoman verði mun betri í ár en á því síðasta. 

Forstjóri í Kerfi AB er Harri Kahkonen.

Kerfi A/S
Velta Kerfi A/S hefur lækkað milli ára og er nú í dönskum krónum talið 66,9
milljónir króna en var á sama tímabili í fyrra 99,6 milljónir.  EBITDA er
neikvæð um 6 m dkk en var á sama tímabili í fyrra neikvæð um 1m dkk.  Miklar
breytingar hafa verið hjá fyrirtækinu það sem af er ársins en í febrúar tók nýr
forstjóri til starfa og hefur hann unnið að stefnumótun og endurskipulagningu á
fyrirtækinu síðan. Sér nú fyrir endan á þeirri endurskipulagningu sem gert er
ráð fyrir að skili sér í betri rekstrarniðurstöðu á næstu mánuðum. 

Forstjóri Kerfi A/S ráðinn 1.febrúar 2008, er Steen Louis Reinholdt


Í stjórn Opin Kerfi Group hf sitja Þórdís Sigurðardóttir formaður, Sigríður
Olgeirsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Elín Þórðardóttir er forstjóri Opin Kerfi
Group hf (elintho@simnet.is) og veitir hún nánari upplýsingar í síma 898 6319

Attachments

opin kerfi group hf  - arshlutareikningur 30 06 08.pdf ok - frettatilkynning v 6md 08.pdf