Fitch lækkar lánshæfiseinkunn Straums



Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss
fjárfestingabanka hf. (Straums) í kjölfar þess að tilkynnt var í gær
að íslensk stjórnvöld myndu leggja Glitni Banka hf. til nýtt hlutafé
og eignast 75% hlut í bankanum.

Langtímaeinkunn (IDR) er lækkuð í 'BB+' úr 'BBB-'; skammtímaeinkunn
er lækkuð í 'B' úr 'F3'; og víkjandi lán eru lækkuð í 'BB' úr 'BB+'.
Einkunnir þessar hafa verið settar á athugunarlista með neikvæðum
vísbendingum.

Stuðningseinkunn Straums er á hinn bóginn staðfest sem '3';
stuðningseinkunnargólf er staðfest sem 'BB-'; og óháð einkunn er
staðfest sem 'C/D'.

Um nánari rökstuðning fyrir matinu vísast til tilkynningar frá Fitch
Ratings sem fylgir í viðhengi.

Nánari upplýsingar veita:
Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
Sími: 858 6707
Netfang: georg.andersen@straumur.net

Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðlafulltrúi
Sími: 858 6778
Netfang: olafur.gudnason@straumur.net

Attachments

Fitch - september 2008.pdf