Moody's gefur Orkuveitu Reykjavíkur lánshæfiseinkunnina A1



Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfismat Orkuveitu
Reykjavíkur úr Aa2 í A1. Þá verður fyrirtækið áfram til skoðunar með
tilliti til hugsanlegrar lækkunar.
Helsta ástæða breytingarinnar á matinu er, að því er kemur fram í
frétt Moody's, versnandi ástand á íslenskum fjármálamarkaði og
versnandi efnahagsástand, sem endurspeglast í lækkun á lánshæfismati
ríkisins úr Aa1 í A1. Orkuveita Reykjavíkur býr því við sama
lánshæfismat og íslenska ríkið eftir breytinguna í dag.
Frétt Moodys er í viðhengi.

Attachments

Frett Moodys.pdf