Landsbanki Íslands hf. óskar eftir því að hlutabréf bankans verði tekin úr viðskiptum


Stjórn Landsbanka Íslands hf. (skilanefnd) hefur með bréfi dags. 13.
október 2008 farið þess á leit við Kauphöll Íslands hf. að skráð
hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. verði tekin úr viðskiptum á Nasdaq
OMX á Íslandi, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 110/2007 um Kauphallir.
Til grundvallar beiðninni er vísað til inngrips íslenska
Fjármálaeftirlitsins í rekstur bankans samkvæmt lögum nr. 125/2008 um
sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði, sbr. tilkynningu
Fjármálaeftirlitsins dags. 7. október sl.