Straumur eignast vörumerkið "Teathers" og ræður allt að 80 starfsmenn



Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. (Straumur) hefur samið við
umsjónaraðila breska verðbréfa- og ráðgjafarfyrirtækisins Teathers
Limited (Teathers), sem er í greiðslustöðvun, um kaup á nafninu"Teathers", ásamt tilteknum eignum sem lúta að rekstri starfseminnar.

Straumur stefnir jafnframt að því að ráða allt að 80 starsfmenn
Teathers, eða meirihluta núverandi starfsmanna þegar stoðsvið eru
undanskilin. Um er að ræða starfsmenn á öllum helstu sviðum
starfseminnar, þ.e. fyrirtækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun, greiningu og
fjárfestingarsjóðum, auk nokkurra stoðsviða. Starfsemin verður rekin
undir merkjum Teathers frá útibúi Straums í London. Nick Stagg,
forstjóri Teathers, mun leiða starfsemina. Hann mun taka sæti í
framkvæmdastjórn Straums og heyra beint undir William Fall.

William Fall, forstjóri Straums:"Viðbót þessarar starfsemi þjónar því markmiði Straums að breikka
þjónustuframboðið á markaðssvæði bankans. Í þeirri sterku fótfestu
sem við öðlumst í London með því að ráða öflugan hóp starfsmanna
undir forystu Nick Stagg felast einnig aukin viðskiptatækifæri fyrir
aðra starfsemi okkar í Norður- og Miðaustur-Evrópu, sem orðið hefur
hluti af Straumi á undanförnum tveimur árum. Straumur hefur gætt þess
að viðhalda öflugum efnahagsreikningi til þess að geta haldið áfram
að bæta við þjónustumiðaðri starfsemi á sterkum grunni. Ég er afar
ánægður með það skref sem við stígum nú og býð Nick og aðra
starfsmenn velkomna."

Nick Stagg, forstjóri Teathers:"Þegar við tókum upp þráðinn eftir viðræðurnar sem upphaflega fóru
fram um kaup Straums á starfsemi okkar komu enn betur í ljós þau
tækifæri sem felast í því fyrir okkur að tilheyra Straumi. Straumur
stefnir markvisst að því að auka vægi þóknunartekna og við erum afar
ánægð með að gegna þar stóru hlutverki. Ég tel að aðild að Straumi
færi okkur spennandi vettvang til frekari vaxtar á grunni
viðskiptamódels sem er einfalt og skýrt."

Nánari upplýsingar veita:
Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðlafulltrúi
Sími: 858 6778
Netfang: olafur.gudnason@straumur.net

Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
Sími: 858 6707
Netfang: georg.andersen@straumur.net