- Kerfi A/S tekið til gjaldþrotaskipta


Kerfi A/S., dótturfélag Opin Kerfi Group hf., var tekið til gjaldþrotaskipta
hjá Sö- og handelsretten í Kaupmannahöfn þann 24. október sl. samkvæmt beiðni
stjórnar félagsins. 

Samkvæmt reikningi fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 var velta Kerfi A/S 66,9
milljónir DKK og EBITDA neikvæð um 6 milljónir DKK.  Heildavelta Kerfi A/S er
því um það bil 20% af heildarveltu Opin Kerfi Group hf. og eignir félagsins um
það bil 23% af eignum Opin Kerfi Group hf.  Ekki er gert ráð fyrir að þessi
aðgerð hafi áhrif á rekstur félagsins. 

Kerfi AB í Svíþjóð gengur samkvæmt áætlun og er hagnaður af rekstri félagsins. 

Í stjórn Opin Kerfi Group hf. sitja Þórdís Sigurðardóttir formaður, Sigríður
Olgeirsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Elín Þórðardóttir er forstjóri Opin Kerfi
Group hf (elintho@simnet.is) og veitir hún nánari upplýsingar í síma 898 6319