- Fall bankakerfisins á Íslandi - áhrif á Milestone


Fall bankakerfisins á Íslandi svo og erfiðleikar á fjármálamörkuðum í heiminum
hafa haft umtalsverð áhrif á efnahag Milestone eins og annarra fyrirtækja á
Íslandi. Vegna veikingar krónunnar hafa skuldir félagsins aukist umtalsvert og
verðlækkun eigna á Íslandi og um allan heim hafa leitt til lækkunar á virði
eigna félagsins. Félagið á nú í viðræðum við stærsta lánveitanda sinn Nýja
Glitnir um fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu. Tillögur Milestone miða
að því að vernda verðmæti eigna félagsins þannig að hagmunir allra lándrottna
þess verði sem best tryggðir. 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðmundur Ólason forstjóri Milestone ehf.
Sími 414 1800