- Bæjarstjórn Kópavogs afgreiðir fjárhagsáætlun með 200 m.kr. rekstrarafgangi


Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt fjárhagsætlun fyrir bæjarsjóð árið 2009 með
200 milljóna króna rekstarafgangi. Allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs
undirrituðu eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundi nú undir kvöld. 

 

„Helstu atriði varðandi fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2009:


1.  Vinna við fjárhagsáætlun var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn 
    Kópavogs og standa þeir saman að henni.
 
2.  Ítrasta sparnaði og aðhaldi var beitt til að ná rekstri bæjarsjóðs
    hallalausum. 

3.  Grunnþjónusta á vegum bæjarfélagsins verður ekki skert. 

4.  Miðað við gefnar forsendur um tekjur verður rekstrarafgangur bæjarsjóðs um
    200 milljónir króna eða ríflega 1%. 

5.  Laun nefndarfólks verða lækkuð um 10% ásamt því að fundum nefnda verður
    fækkað. 

6.  Laun yfirstjórnar Kópavogsbæjar verður lækkuð í samræmi við úrskurð
    kjararáðs varðandi þingfararkaup og laun æðstu starfsmanna ríkisins. 

7.  Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar er hækkuð um 17,1%  á milli ára og upphæð til
    fjárhagsaðstoðar hækkar úr 110 milljónir króna í 187 milljónir króna. 

8.  Húsaleigubætur verða hækkaðar úr 100 milljónir króna 2008 í 167 milljónir
    króna. 
 
9.  Útsvar fyrir árið 2009 verður 13,28%. 

10. Áætlað er að framkvæma fyrir ríflega 1.500 milljónir króna á árinu 2009.
    Helstu málaflokkar eru eftirfarandi: 
     a.Grunn- og leikskóli 490 milljónir króna 
     b.Íþróttamannvirki 471 milljónir króna 
     c.Þjónustumiðstöð og hjúkrunarrými fyrir aldraða 350 milljónir króna 
     d.Stígar, gróður, opin svæði o.fl. 150 milljónir króna 

11. Stærstu rekstrarliðir í fjárhagsáætluninni eru (sem hlutfall af
    skatttekjum): 
     a.Fræðslumál 61% 
     b.Æskulýðs- og íþróttamál 11% 
     c.Félagsþjónusta 7% 
     d.Umferðar og samgöngumál 5% 

12. Fjárhagsáætlun verður endurskoðuð eftir þrjá mánuði.“ 
 

Í fjárhagsáætluninni er enn fremur gert ráð fyrir sérstöku 100 milljóna króna
framlagi til atvinnuskapandi verkefna vegna samdráttar á vinnumarkaði.