- Grunnupplýsingar skuldabréfa


Áhrif breytinga á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða á Lánasjóð sveitarfélaga. 

Í gær samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 129/1997. Breyting var gerð á
36. gr sem snertir Lánasjóð sveitarfélaga þannig að 2. tölul. 1. mgr. orðast
svo: "Í skuldabréfum og víxlum sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. og
skuldabréfum og víxlum sem tryggð eru með ábyrgð þessara aðila". 

Þar með breytist flokkun skuldabréfa lánasjóðsins frá því að flokkast undir 5
tölul. " Í skuldabréfum og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem
lúta eftirliti opinbers eftirlitsaðila" í 2 tölul. sem var áður " Í
skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga". 

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson
Sími: (+354) 515 4916
e-mail: ottar@samband.is