- Viðræður um sölu hluta íbúðalána Sparisjóðsins í Keflavík til Íbúðalánasjóðs


Sparisjóðurinn í Keflavík og Íbúðalánasjóður hafa að undanförnu átt viðræður um
sölu íbúðalána Sparisjóðsins, að verðmæti um 9,7 milljarðar, til
Íbúðalánasjóðs. Þær viðræðum eru nú á lokastigi. Þann 30. júní 2008 námu
heildarútlán Sparisjóðsins í Keflavík 72 milljörðum króna. 

Lánin verða seld á bókfærðu verði og fær Sparisjóðurinn í Keflavík greitt 80%
af andvirði lánanna strax en 20% greiðast síðar. Sala íbúðalánanna hefur engin
áhrif á eiginfjárstöðu Sparisjóðsins í Keflavík en styrkir aftur á móti
lausafjárstöðu Sparisjóðsins. 

Frekari upplýsingar veitir Þröstur Leósson forstöðumaður Fjármálasviðs
Sparisjóðsins í Keflavík í síma 421 6600