Ómar Benediktsson ráðinn framkvæmdastjóri SmartLynx


Ómar Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugfélagsins SmartLynx í
Lettlandi, dótturfélags Icelandair Group. Hann mun taka við starfinu af Eugene
O'Reilly sem gegnt hefur því tímabundið. O'Reilly mun líkt og fyrirhugað var
hverfa til aftur til starfa sem aðstoðarframkvæmdastjóri Icelease, en mun
jafntframt taka sæti í stjórn SmartLynx. SmartLynx er leiguflugfélag með
starfsemi víða um heim, en höfuðstöðvar í Riga í Lettlandi. 

Ómar býr yfir mikilli reynslu af flugrekstri, m.a. sem forstjóri og einn
aðaleigenda Íslandsflugs, og síðar Air Atlanta. Hann hefur undanfarin ár gegnt
varaformennsku í stjórn Icelandair Group, en mun hverfa úr stjórninni á
aðalfundi félagsins í mars.