logo.jpg
Source: Icelandair Group hf.

Samið um endurfjármögnun við Nýja Glitni

Eins og fram kom í tilkynningum frá Icelandair Group í tengslum við
ársfjórðungsuppgjör á árinu 2008 var samstæðan með víxla að fjárhæð 2,5
milljarðar króna á gjalddaga þann 23. janúar sl..  Icelandair Group hefur, í
samstarfi við viðskiptabanka sinn Nýja Glitni,  lokið við endurfjármögnun á
víxlunum til skamms tíma eða þriggja mánaða.  Að undanförnu hefur verið unnið
að endurskipulagningu á fjármagnsskipan samstæðunnar og á næstu þremur mánuðum
er gert ráð fyrir að ljúka þeirri vinnu.  Markmið endurskipulagningarinnar er
að aðlaga endurgreiðsluferli skulda að greiðslugetu samstæðunnar til lengri
tíma. 

Nánari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í síma 896-1455
Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group í síma 665-8801