- Leitað verður heimilda til formlegs nauðarsamnings við lánadrottna


Stjórn Eglu hf. hefur ákveðið að leita heimildar til formlegs nauðasamnings 
við lánardrottna félagsins. Síðdegis í dag var haldinn fundur sem allir
lánardrottnar félagsins voru boðaðir til, þar sem kynnt var fjárhagsstaða
félagsins, en jafnframt frumvarp að nauðasamningi. Nauðasamningsfrumvarpið
gerir ráð fyrir að 15% krafna verði greiddar á næstu mánuðum, ef frumvarpið
verður samþykkt, en verði verðmæti eigna félagsins meira, þá verður allur
mismunurinn greiddur til lánardrottna. Að auki er lánardrottnum boðin aðild að
stjórn félagsins meðan látið er reyna á verðmæti og sölu eigna Eglu hf.
Verðmætustu eignir Eglu hf. fyrir bankahrun voru hlutir í Kaupþingi banka hf.
og Alfesca hf. sem vistaðir voru í erlendum eignarhaldsfélögum þess. Egla hf.
væntir þess að samþykki nægjanlegs fjölda lánardrottna fyrir
nauðasamningstilrauninni liggi fyrir á næstu dögum. Gangi þær væntingar eftir
mun fundur lánardrottna í lok maí nk. taka endanlega afstöðu til
nauðasamningsfrumvarpsins. 

					

Kristinn Hallgrímsson hrl., 
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 8941750.