- Ársreikningur 2008


Ársreikningur Fjarðabyggðar 2008 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 28. maí 2008 var ársreikningur Fjarðabyggðar 2008 tekinn til fyrri
umræðu bæjarstjórnar en eins og sveitarstjórnarlög kveða á um skal fjalla um
ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Seinni umræða um ársreikning
Fjarðabyggðar 2008 fer fram 4. júní n.k. 

Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda fyrir A og B hluta var
jákvæð sem nam 464 millj. kr. á árinu 2008. Þar af var rekstarniðurstaða A
hluta jákvæð um 68 millj.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var
rekstrarniðurstaða A og B hluta neikvæður sem nam 1.544 millj. kr. og neikvæður
um 1.142 millj. kr. fyrir A hluta. 

Rekstrartekjur A og B hluta sveitarfélagsins námu á árinu 2008 4.098 millj.
kr., en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.070 millj. kr. Hækkuðu tekjur
samstæðu í heild um 1,4% frá fyrra ári. Munar þar mestu að aðrar tekjur
sveitarfélagsins hækka um 2,7% á milli ára á meðan útsvarstekjur lækka um 8,4%
og framlög jöfnunarsjóðs lækka verulega eða um 32,0%. 

Rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum í A og B hluta námu 3.635 millj. kr. og
þar af rekstrargjöld A hluta 3.002 millj. kr. Rekstrargjöld A og B hluta hækka
um 11,4% á milli ára og vega þar þyngst laun og launatengd gjöld sem hækkuðu um
9,8% og annar rekstarkostnaður sem hækkar um 10,5% á milli ára. Þá hækkaði
lífeyrisskuldbinding um 51 millj.kr. á milli ára. 

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 613 millj. kr. og handbært fé frá rekstri
nam 581 millj. kr. Á árinu 2007 var handbært fé frá rekstri jákvætt um 950
millj.kr. og lækkar því á milli ára um 38,8%. Veltufjárhlutfall í lok árs 2008
var 1,78 fyrir A hluta og 0,87 fyrir A og B hluta. 

Veruleg breyting er á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum milli ára.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2008 námu 2.005 millj.
kr. samanborið við 270 millj. kr. árið 2007. Skýrist munurinn aðallega af
tvennu. Annars vegar hækka vaxtagjöld og verðbætur um 442 millj. kr. á milli
ára eða um 97,0%. Hins vegar nemur gengistap vegna langtímalána 1.196 millj.
kr. á árinu 2008 á meðan á árinu 2007 var gengishagnaður upp á 118 millj. kr. 
Þessi viðsnúningur vegna áhrifa gengis á rekstur sveitarfélagsins nemur 1.314
millj. kr. 

Fjárfesting umfram sölu eigna á árinu í A og B hluta nam samtals 729 millj. kr.
samanborið við 662 millj. kr. á árinu 2007. Fjármögnunarhreyfingar ársins fyrir
A og B hluta sýna að útborganir umfram innborganir voru 99 millj. kr. á árinu
2008, sem þýðir að lántöku og hækkun skammtímalána voru lægri en afborganir
lána og aðrar fjármögnunarhreyfingar á árinu. Handbært fé lækkaði um 248 millj.
kr. á árinu og nam það 58 millj. kr. í árslok 2008. 

Eignir sveitarfélagsins eru í lok árs 2008 8.824 millj. kr. þar af 7.941 millj.
kr. í fastafjármunum. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru 6.495 millj. kr.,
skammtímaskuldir 1.010 millj. kr. og lífeyrisskuldbinding 1.155 millj. kr. Þá
nema skuldbindingar vegna rekstrarleigusamninga utan efnahags 2.469 millj. kr.

Nánari upplýsingar um ársreikning Fjarðabyggðar 2008 veitir forstöðukona
fjármála Jóna Árný Þórðardóttir í síma 470-9000.

Attachments

arsreikningur 2008_samantekt.pdf arsreikningur fjarabyggar 2008_ingi.pdf