- ICEQ - Breytingar á samþykktum og ný stjórn kjörin


Aðalfundur Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. var haldinn þriðjudaginn 9. júní
2009. Á fundinum voru samþykktar tillögur um breytingar á samþykktum félagsins,
en meðal breytinga var að stjórnarmönnum félagsins var fjölgað úr þremur í
fimm. Samþykktir félagsins, með innfelldum breytingum, eru meðfylgjandi. 

Á fundinum var jafnframt kjörin ný stjórn félagsins. Í aðalstjórn félagsins
voru kjörin Eggert Teitsson, Hrund Rudolfsdóttir, Snjólfur Ólafsson, Svava
Bjarnadóttir og Þórður Pálsson. 

Í varastjórn félagsins voru kjörin Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Gunnar Ingi
Jóhannsson, Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, Sturla Jónsson og Þórhallur Örn
Guðlaugsson.
 
Meirihluti stjórnarmanna er óháður Nýja Kaupþingi banka hf., móðurfélagi
Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. 

Rekstrarfélagið rekur m.a. sjóðina ICEQ, KB ABS 10 og KB ABS 12, sem hafa
fengið fjármálagerninga tekna til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. 


Nánari upplýsingar veitir Ómar Kaldal Ágústsson, framkvæmdastjóri
Rekstrarfélagsins, í síma 444 6000.

Attachments

samykktir 9  juni 2009.pdf