Afkoma Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi 2009
• Heildarvelta Icelandair Group var 53,6 milljarðar króna og jókst um 29% frá
 sama tíma í fyrra
 
• EBITDA var 8,4 milljarðar króna en var 6,2 milljarðar króna á sama tíma í
 fyrra 

• EBIT var 6,9 milljarðar króna en var 5,1 milljarður króna á sama tíma í
 fyrra. Afskriftir voru 1,6 milljarðar króna sem er hækkun um 0,5 milljarða frá
 fyrra ári.
 
• Fjármagnskostnaður var 2,1 milljarður króna samanborið við 49 milljónir
 króna árið áður 

• Hagnaður eftir skatta var 4,0 milljarðar króna en hagnaður var 4,4 milljarðar
 króna á sama tíma í fyrra 

• Afkoma erlendra dótturfélaga fyrir skatta var 1,3 milljörðum króna verri en á
 sama tíma í fyrra 

Afkoma Icelandair Group á fyrstu níu mánuðum 2009
• EBITDA var 7,5 milljarðar króna en var 7,2 milljarðar króna á sama tíma í
 fyrra
 
• EBIT var 3,3 milljarðar króna en var 4,3 milljarðar króna á sama tíma í
 fyrra. Afskriftir voru 4,1 milljarður króna sem er hækkun um 1,3 milljarða frá
 fyrra ári. 

• Fjármagnskostnaður var 4,2 milljarður króna samanborið við 0,8 milljarða
 króna árið áður
 
• Tap eftir skatta var 1,0 milljarðar króna en hagnaður var 3,1 milljarðar
 króna á sama tíma í fyrra 

• Handbært fé í lok ársfjórðungsins var 6,1 milljarður króna, en var 7,4
 milljarðar á sama tíma í fyrra
 
• Eiginfjárhlutfall var 23,5 % í lok september 2009, en var 20,3% í lok ársins
 2008
 
• Eignir voru 105,6 milljarðar króna í lok september 2009 samanborið við 98,8
 milljarða króna í árslok 2008 


Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group:

„Á þriðja ársfjórðungi gekk grunnrekstur Icelandair Group vel og má sjá bata í
öllum hlutföllum rekstrarreiknings milli ára þar til kemur að afskriftum og 
fjármagnsliðum. Við erum ánægð með árangurinn í fjórðungnum og við þökkum
starfsfólki fyrir þeirra framlag við erfiðar aðstæður. Þetta ár er líklega það
erfiðasta sem okkar rekstrargrein hefur gengið í gegnum, og þess sjást glögg
merki í rekstri erlendra dótturfélaga þar sem verkefni hafa dregist saman og
verð lækkað, með tilheyrandi áhrifum á afkomu. 

Stóra verkefni okkar allt þetta ár hefur falist í endurskipulagningu
efnahagsreiknings samstæðunnar og þá sérstaklega fjármagnshlið hans. Ljóst
hefur verið um all langt skeið að minnka þarf skuldsetningu, bæta
lausafjárstöðu og styrkja eiginfjárhlutfall félagsins. Ferlið hefur tekið
lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir, en nú hafa fyrstu skrefin verið
stigin í endurskipulagningunni. Ákveðið hefur verið að einfalda viðskiptalíkan
Icelandair Group og leggja áherslu á þau tækifæri sem felast í leiðarkerfi
Icelandair, ferðaþjónustu á Íslandi og tengdum rekstri og er markmiðið sett á
innri vöxt á þessu sviði. Þessi breyting er bein afleiðing af breytingum á
fjármagnsmörkuðum, sem segja má að hafi skapað undirstöðu þess viðskiptalíkans
sem stuðst hefur verið við undanfarin misseri. Með tíð og tíma og við réttar
markaðsaðstæður munum við selja aftur þær fyrirtækjafjárfestingar sem ráðist
var í á árunum 2005-2007. Fyrsta skrefið í þeirri átt var stigið í síðustu
viku þegar við seldum 20% hlut í Travel Service og fórum þar úr meirihlutaeign.
 Vinna við endurskipulagninguna mun halda áfram á næstu vikum. Eignir sem
félagið ætlar sér að selja á næstu misserum verða endurmetnar og getur það haft
áhrif á eigið fé. 
Rekstrarmarkmið okkar fyrir árið í heild, 6,5 milljarðar króna í EBITDA, eru
óbreytt. Að okkar mati er þar um að ræða mjög ásættanlegan rekstararárangur
þegar horft er á rekstrarumhverfið. Hins vegar er fjármagnskostnaður félagsins
 allt of hár og unnið er hörðum höndum að því að lækka hann með því að breyta
fjármagnsskipan.“