Kaup Seðlabankans á erlendum skuldabréfum ríkissjóðs


Seðlabanki Íslands ("Seðlabankinn"), sem sér um lántökur fyrir Ríkissjóð
Íslands ("Ríkissjóð"), hefur á fyrsta ársfjórðungi 2010 keypt eftirfarandi
skuldabréf að nafnvirði samtals: 

81,1 m. evra í skuldabréfaflokki  "Iceland's Euro 1,000 million 3.75% issue due
on 1 December 2011" (ISIN XS0276687984) og 

10 m. evra í skuldabréfaflokki  "Iceland's Euro 250 million 5.375% due on 10
April 2012" (ISIN XS0145825179). 

Kaupin voru framkvæmd eftir því sem tækifæri gáfust.
  
Framangreindir skuldabréfaflokkar nema um 87 % af útistandandi skuldum
ríkissjóðs í erlendri mynt og falla í gjalddaga á næstu tveimur árum.
Seðlabankinn telur slík kaup eðlilega skulda- og lausafjárstýringu. 

Ríkissjóður og Seðlabankinn  íhuga frekari kaup skuldabréfa í þessum
skuldabréfaflokkum. Ákvarðanir um frekari kaup yrðu teknar í hverju tilfelli
fyrir sig með hliðsjón af markaðsaðstæðum og lausafjárstöðu Seðlabankans á
hverjum tíma. 

Heildareign Seðlabankans í þessum tveimur skuldabréfaflokkum er að nafnvirði:

105,5 m. evra í skuldabréfaflokki  "Iceland's Euro 1,000 million 3.75% issue
due on 1 December 2011" (ISIN XS0276687984) og 

10 m. evra í skuldabréfaflokki "Iceland's Euro 250 million 5.375% due on 10
April 2012" (ISIN XS0145825179). 

Til nánari upplýsinga er vísað á www.sedlabanki.is

Attachments

kaup selab isl.pdf