Frestun á birtingu ársreiknings 2009


Samkvæmt tilkynningu Byggðastofnunar til Kauphallar Íslands 15. mars síðast
liðinn, áætlaði stofnunin að birta ársreikning fyrir árið 2009 nú í dag.  Með
vísan til reglu 4.3.2 í reglum Kauphallarinnar fyrir útgefendur
fjármálagerninga, sem gefnar voru út þann 1. desember 2009, tilkynnist að
birtingu ársreiknings Byggðastofnunar fyrir árið 2009 hefur verið frestað. 

Ástæða frestunarinnar er að Fjármálaráðuneytið hefur ekki enn afgreitt
stofnfjáraukningu Byggðastofnunar, en í árslok 2009 samþykkti Alþingi með
fjáraukalögum ársins 2009 og fjárlögum ársins 2010, alls 3.600 mkr. aukningu á
eigin fé Byggðastofnunar. 

Vonir Byggðastofnunar standa til þess að úr þessu verði greitt fljótlega, og
verður þá um leið tilkynnt um birtingu ársreikningsins.