Niðurstöður hluthafafundar 26. mars 2010


Hluthafafundur var haldinn hjá Bakkavör Group hf. í dag föstudaginn 26. mars
2010. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: 

1. Tillaga stjórnar félagsins um afskráningu félagsins af Nasdaq OMX Iceland og
breytingu félagsins í einkahlutafélag að fenginni heimild til afskráningar.
Tillagan er svohljóðandi: 

„Hluthafafundur í Bakkavör Group hf., haldinn 26. mars 2010, samþykkir að óska
eftir afskráningu félagsins af Nasdaq OMX Iceland. Að fenginni heimild til
afskráningar breytist félagið í einkahlutafélag í samræmi við 132. gr. laga nr.
2/1995 um hlutafélög og taka þá gildi samþykktir einkahlutafélags sem
afgreiddar verða á þessum fundi. Þangað til starfar félagið á grundvelli
núgildandi samþykkta.” 

2. Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið sem taka gildi þegar félagið
breytist í einkahlutafélag og gera ráð fyrir þremur hlutaflokkum, flokkum A, B,
og C. 

3. Tillaga um starfskjarastefnu sem tekur gildi þegar félagið breytist í
einkahlutafélag.

Attachments

kynning a hluthafafundi bakkavor group 26-03-2010.pdf samykktir bakkavor group sem taka gildi egar felagi breytist i einkahlutafelag.pdf starfskjarastefna bakkavor group.pdf