Samningur um viðskiptavakt með bréf Lánasjóðs sveitarfélaga á eftirmarkaði.


Þann 12. apríl skrifaði Arion banki hf. undir samninga hjá Lánasjóði
sveitarfélaga í tengslum við viðskiptavakt á eftirmarkaði með bréf sjóðsins í
flokki LSS150224.  Tilgangur samningsins er að styrkja aðgang lánasjóðsins að
lánsfé og efla verðmyndum á eftirmarkaði með bréf sjóðsins. 

Arion Banki hf. mun hefja viðskiptavakt með LSS150224 þann 12. apríl. 

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

- Viðskiptavaki skuldbindur sig til að setja fram kaup- og sölutilboð í OMX
  Nordic   Exchange á Íslandi fyrir opnun markaðar í þá flokka sem samningurinn
  nær yfir.
 
- Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 20 m.kr að nafnverði. 
  Jafnframt er viðskiptavaka skylt að endurnýja tilboð sín í kauphöll innan 15
  mínútna frá því að þeim hefur verið tekið. 

- Hámarksmunur kaup- og sölutilboða viðskiptavaka ákvarðast af verði gildra
  tilboða og má mest vera 1,0%.
 
- Eigi viðskiptavaki viðskipti á einum viðskiptadegi  fyrir 100 m.kr. að
  nafnverði í tilteknum flokki er honum heimilt að víkja frá hámarksmun kaup- og
  sölutilboða það sem eftir lifir viðskiptadags. 

- Viðskiptavakar hafa einir aðgang að sérstökum verðbréfalánum sem sjóðurinn
  veitir. 


Nánari upplýsingar f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga veitir: 
Egill Skúli Þórólfsson
Sími: +354 515 4947
egill@lanasjodur.is