Leiðrétting - Árshlutauppgjör 1.9.2009 - 28.2.2010 - Frétt birt 2010-04-28 20:54:44


Leiðrétting: Fyrri tilkynning fór á enska tungumálaflipann.

Ríkisútvarpið skilaði hagnaði upp á rúmlega 33 milljónir króna fyrstu sex
mánuði yfirstandandi rekstrarárs, 1.9.2009 -28.2.2010. Þetta er jákvæður
viðsnúningur upp á tæplega 400 milljónir króna miðað við sama tímabil á síðasta
rekstrarári, þegar tap félagsins var rúmlega 365 milljónir króna. 

Eignir RÚV í lok tímabilsins nema tæplega 5,8 milljörðum króna, bókfært eigið
fé er rúmlega 548 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins 9,47%. 

Meðfylgjandi er árshlutauppgjör en fullbúinn kannaður árshlutareikningur með
skýringum verður birtur 30. apríl nk. 

Nánari upplýsingar veitir Páll Magnússon útvarpsstjóri í síma 515-3000.

Attachments

rikisutvarpi arshlutareikningur  28 2 2010.pdf