Niðurstaða úr skuldabréfaútboði í flokki LSS150224


Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokki LSS150224 þann 
30. apríl 2010.  Alls bárust tilboð að nafnvirði ISK 2.815.000.000 á bilinu
4,50% - 4,76%.  Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 735.000.000 á
ávöxtunarkröfunni 4,55%. Einnig gefur sjóðurinn út ISK 200.000.000 vegna
viðskiptavaktar. Útistandandi fyrir voru ISK 17.712.000.000.  Heildarstærð
flokksins er nú ISK 18.647.000.000. 

Nánari upplýsingar veitir: 
Egill Skúli Þórólfsson 
Sími: 515 4947 
e-mail: egill@lanasjodur.is