Aðalfundur Icelandair Group 2010


Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á Aðalfundi Icelandair Group 21.maí 2010:


a)	Ársreikningur verði samþykktur (liður 2)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur
fyrir árið 2010 verði samþykktur. 
b)	Ekki verði greiddur arður (liður 3)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ekki verði
greiddur arður vegna rekstrarársins 2008. 
c)	Heimild til kaupa á eigin bréfum (liður 4)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði
heimilt að kaupa allt að 10% af eigin bréfum,  skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um
hlutafélög. Verð bréfanna má ekki vera meira en 20% yfir meðalverði þeirra í
kauphöll síðustu tvær vikur fyrir kaupin. 
d)	Óbreytt stjórnarlaun (liður 5) 
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að stjórnarlaun
verði óbreytt: Stjórnarmenn fái 160 þúsund krónur á mánuði, formaður fái 320
þúsund krónur á mánuði og varamenn fái 80 þúsund krónur fyrir hvern setinn
fund. 
e)	KPMG verði endurskoðunarfyrirtæki félagsins (liður 7)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG hf. verði
endurskoðunarfyrirtæki félagsins. 
f)	Starfskjarastefna (liður 8)
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi
starfskjarastefna, sem er óbreytt frá síðasta fundi, verði samþykkt. 
g)	Nýjar samþykktir verði samþykktar
Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi
samþykktir verði samþykkt. 


Stjórnarkjör fór fram og eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn Icelandair
Group:

Stjórn:
Finnur Reyr Stefánsson, kt. 141069-3659  
Jón Ármann Guðjónsson, kt. 060468-3039 
Katrín Olga Jóhannesdóttir, kt. 010862-7369 
Pétur J Eiríksson, kt. 050550-7969 
Sigurður Helgason, kt. 010546-2069

Varastjórn
Kristín Einarsdóttir, kt. 110149-4179 
Magnús Magnússon, kt.160965-4799 
Tómas Kristjánsson, kt. 151165-3389

Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Sigurður Helgason formaður stjórnar
og Finnur Reyr Stefánsson, varformaður stjórnar.

Attachments

icelandair group hf. - samykktir-mai2010.pdf starfskjarastefna 2010.pdf