Árétting vegna umfjöllunar um erlend lán sveitarfélaga


Lánasjóður sveitarfélaga hefur farið yfir dóm Hæstaréttar, sem kveðinn var upp
þann 16. júní sl., þar sem íslensk gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt. 
Í dóminum er sérstaklega tekið fram að erlendar lántökur og lánveitingar eru
heimilaðar. Í ljósi þessarar niðurstöðu er það mat lánasjóðsins að ekkert bendi
til þess að þau erlendu lán sem lánasjóðurinn hefur endurlánað til
sveitarfélaga séu í andstöðu við ákvæði laga um vexti og verðtryggingu nr.
38/2001. 

Frekari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri í síma 515 4949