Reitun birtir lánshæfiseinkunn fyrir Landsvirkjun


Í dag, 25. júní 2010, birti íslenska lánshæfismatsfyrirtækið, Reitun,
lánshæfiseinkunn fyrir Landsvirkjun í fyrsta skipti. Einkunnin er A og eru
horfurnar stöðugar. 

Reitun er nýstofnað fyrirtæki og er dótturfélag IFS ráðgjafar ehf. Reitun er
ætlað að meta íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf  á innlendum markaði. 
   
Einkunn Landsvirkjunar er sú sama og íslenska ríkisins og segir m.a. í
niðurstöðum matsins, "að miðað við núverandi aðstæður, er Landsvirkjun ekki
síðri lántakandi en íslenska ríkið".  Niðurstaðan endurspeglar traustan rekstur
og sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar sem hefur sjaldan eða aldrei verið
betri. 

Að mati Landsvirkjunar hefur einkunnin ekki bein áhrif á útgefna
skuldabréfaflokka fyrirtækisins hér á landi. Hún mun hins vegar tryggja enn
frekar að Landsvirkjun fái áfram hagstæð kjör á innlendum skuldabréfamarkaði. 

Meðfylgjandi er greinargerð Reitunar.

Attachments

landsvirkjunlanshfisgreining.pdf