Marel kynnir sex mánaða uppgjör 2010


Sterk pantanastaða og góð afkoma

- Tekjur á öðrum ársfjórðungi 2010 námu 136,1 milljónum evra, sem er 26,9%
aukning miðað við tekjur af kjarnastarfsemi á sama tímabili fyrir ári [Q2 2009:
107,2 milljónir evra]. Aukningin nemur 3,1% samanborið við heildartekjur [Q2
2009: 132,0 milljónir evra]. 
- EBITDA, leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði, var 21,1 milljónir evra, sem er
15.5% af tekjum [Q2 2009: 12,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi]. Heildar
EBITDA var 13,6 milljónir evra, sem er 10% af veltu [Q2 2009: 28,0 milljónir
evra]. 
- EBIT, leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði, var 15,1 milljónir, sem er 11,1% af
tekjum [Q2 2009: 6,5 milljónir evra af kjarnastarfsemi]. Heildar EBIT var 7,6
milljónir evra, eða 5,6% af tekjum [Q2 2009: 21,6 milljónir evra]. 
- Einskiptiskostnaður vegna greiðslna tengdum lífeyrissjóði Stork, að upphæð
7,6 milljónir evra, er innifalinn í samstæðureikningi fyrir annan ársfjórðung
2010. 
- Hagnaður af heildarstarfsemi eftir skatta var 0,1 milljónir evra á öðrum
ársfjórðungi 2010 [Q2 2009: 17,3 milljónir evra]. 
- Sjóðstreymi er sterkt og nettó vaxtaberandi skuldir eru 284,1 milljónir evra
í lok annars ársfjórðungs 2010 [Q2 2009: 349,4 milljónir evra]. 
- Pantanabók styrkist áfram í takt við batnandi markaðsaðstæður og er 125,3
milljónir evra í lok fjórðungsins [Q2 2009: 76,1 milljónir evra]. 

Ársfjórðungurinn var góður hjá Marel. Tekjur af kjarnastarfsemi námu 136,1
milljónum evra, sem er 5,6% aukning samanborið við ársfjórðunginn á undan og
26,9% aukning miðað við sama tímabil fyrir ári. Annan ársfjórðunginn í röð náði
fyrirtækið langtíma EBIT markmiði sínu sem er 10-12% af tekjum. Búist er við að
sumarleyfistíminn, þegar venjulega er minna um viðskipti en á öðrum árstímum,
setji mark sitt á afkomu þriðja ársfjórðungs. Engu að síður reiknar Marel
fyllilega með að ná EBIT markmiði sínu um 10-12% af veltu fyrir árið í heild. 

Helstu niðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010
- Tekjur af kjarnastarfsemi námu 264,9 milljónir evra á fyrri hluta árs [1H
2009: 210,4 milljónir evra]. Heildartekjur námu 283,2 milljónum evra [1H 2009:
262,3 milljónir evra]. 
- Rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi nam 30,3 milljónum evra á fyrri
hluta árs [1H 2009: 4,8 milljónir evra]. Heildar EBIT var 23,5 milljónir evra
[1H 2009: 15,8 milljónir evra]. 
- Hagnaður af heildarstarfsemi nam 5,7 milljónum evra á fyrri hluta árs [1H
2009: 10,4 milljónir evra]. 

Theo Hoen, forstjóri:
 „Við erum mjög ánægð með að hafa náð langtímamarkmiði okkar um hagnað af sölu
upp á 10-12% annan ársfjórðunginn í röð. Árangurinn má þakka stífu
kostnaðaraðhaldi og sterkri stöðu fyrirtækisins við batnandi markaðsaðstæður.
Við höfum þá trú að hægt sé að viðhalda þessari afkomu og byggja á henni sem
grunnviðmið fyrir frekari vöxt í framtíðinni. Sú áskorun sem við stöndum frammi
fyrir nú er að styrkja enn frekar stöðu okkar sem markaðsleiðtogi samtímis því
að bæta arðsemi rekstrarins. Undirliggjandi eftirspurn í matvælaiðnaðinum
eykst, sem og vélvæðing í þróunarlöndum, þ.á.m. í Kína. Auk þess njótum við
góðs af því að hafa ekki dregið úr fjárfestingu í nýsköpun á meðan á kreppunni
stóð. 

Það eru mörg vöruþróunarverkefni í bígerð hjá okkur og ég er stoltur af þeim
árangri sem nýjustu vörur okkar hafa skilað, þar á meðal StreamLine,
RevoPortioner og SensorX. Frammistaða SensorX hópsins er sérstaklega gott dæmi
um þá framúrskarandi samvinnu sem vöruhóparnir okkar byggja á. Að auki er alveg
ljóst að nýjar samþættar lausnir sem sameina þá tækni sem rekstrareiningar
okkar hafa þróað eru viðskiptavinum okkar mjög til hagsbóta; sala þessara kerfa
á sinn þátt í afkomutölum fjórðungsins. Ég tel að við séum á góðri leið með að
skapa sterkt og traust fyrirtæki sem muni gegna lykilhlutverki í próteingeira
matvælaiðnaðarins til lengri tíma litið.“ 

Góð pantanabók 
Markaðsvirkni heldur áfram að aukast á öllum sviðum með kjúklingaiðnaðinn í
fararbroddi. Pantanabók hefur að sama skapi vaxið og er nú góð. Stærri pöntunum
heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Nýjar pantanir námu 149,4 milljónum evra
á öðrum ársfjórðungi 2010 samanborið við 126,8 milljónir evra á sama tíma fyrir
ári, og eru tekjur af þjónustu taldar með. Þetta er sjötti ársfjórðungurinn í
röð sem nýjar pantanir eru umfram afgreiddar pantanir. Fyrir vikið hefur
tækjapantanabókin styrkst jafnt og þétt og var hún 125,3 milljónir evra í lok
annars ársfjórðungs 2010 samanborið við 76,1 milljónir evra á sama tíma fyrir
ári. 

Traust sjóðstreymi og lægri skuldir
Sjóðstreymi er áfram traust og nemur 19,0 milljónum evra fyrir vexti og skatta.
Efnahagsreikningurinn er sterkur og eru nettó skuldir 284,1 milljónir evra
samanborið við 349,4 milljónir evra fyrir ári síðan. Nettó skuldir lækkuðu
lítillega þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif, greiðslu skuldbindinga vegna
lífeyrissjóðs Stork og þá staðreynd að vöxtur er í starfsemi fyrirtækisins. 

Horfur
Markaðsaðstæður halda áfram að batna jafnt og þétt. Við reiknum með að Marel
muni fá sinn hlut af þeim vexti sem framundan er í greininni, og munu tekjur
aukast í samræmi við það. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði
breytileg milli ársfjórðunga vegna sveiflna í fjölda pantana og tímasetningu
stærri verkefna. 

Fréttatilkynninguna í heild er að finna í viðfestu skjali.


Kynningarfundur 29. júlí 2010

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 29. júlí kl.
8:30 í húsnæði félagsins að Austurhrauni 9, Garðabær. Fundinum verður
netvarpað: www.marel.com/webcast 

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2010 og aðalfundur 2011

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2010:
- 3. ársfjórðungur 2010				27. október 2010
- 4. ársfjórðungur 2010				2. febrúar 2011

Aðalfundur Marel hf. 				2. mars 2011


Frekari upplýsingar veita: 
Erik Kaman, fjármálastjóri. Sími: 563-8072 
Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel ehf. Sími: 563-8072


Um Marel
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á
fiski, kjöti og kjúklingi. Hjá fyrirtækinu starfa um 3.500 manns um allan heim
og starfrækir það skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100
umboðsmanna og dreifingaraðila.

Attachments

frettatilkynning_q2 2010.pdf financial statements q2 2010.pdf