-Uppgjör annars ársfjórðungs og fyrstu sex mánaða 2010


+Rekstrarbati á milli ára þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður 
+Sjóðsstreymi mun sterkara en á síðasta ári

Afkoma á öðrum ársfjórðungi 2010
+  Heildarvelta var 21,9 milljarðar króna og jókst um 12,2% frá sama tíma í
fyrra. 
+  EBITDA var 2,1 milljarður króna en var 1,4 milljarðar króna yfir sama tímabil
   í fyrra. 
+  EBITDA-hlutfall var 9,8% en var 7,2% á sama tímabili í fyrra.
+  Afskriftir voru 1,3 milljarðar króna. 
+  EBITDAR-hlutfall var 20,3% en var 20,1% á sama tímabili í fyrra.
+  Fjármagnskostnaður var 1,1 milljarður króna samanborið við 1,2 milljarða
   króna árið áður. 
+  Tap eftir skatta var 161 milljón króna en tapið var 1,3 milljarðar króna á
   sama tíma í fyrra.

Afkoma á fyrstu 6 mánuðum 2010
+  Heildarvelta var 38,2 milljarðar króna og jókst um 14% á milli ára.
+  EBITDA var 2,3 milljarðar króna (6,1%) en var 1,5 milljarðar króna (4,4%)
   árið á undan. 
+  Afskriftir voru 2,6 milljarðar króna sem erhækkun um 220 milljónir frá fyrra
   ári. 
+  EBITDAR-hlutfall var 17,4% en var 17,2% á sama tímabili í fyrra.
+  Fjármagnskostnaður var 1,8 milljarðar króna samanborið við 1,7 milljarða
   króna á sama tímabili í fyrra. 
+  Handbært fé frá rekstri nam 9,4 milljörðum króna samanborið við 5.0 milljarða
   á fyrstu sex mánuðum árið áður. 
+  Handbært fé 30. júní nam 7,5 milljörðum króna, en var 6,2 milljarðar á sama
   tíma í fyrra. 
+  Heildareignir námu 97,8 milljörðum í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall var
   13,4% í lok tímabilsins, en var 17,8% á sama tíma í fyrra.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri: 

„Þrátt fyrir erfið ytri skilyrði jukust heildartekjur félagsins á fyrri hluta
ársins umfram framboðsaukningu tímabilsins. Bættur rekstur félagsins
endurspeglast í aukningu EBITDA-hagnaðar á fyrri hluta ársins um 862 milljónir
króna. EBITDA-hlutfall var 6,1% samanborið við 4,4% fyrstu sex mánuði síðasta
árs. 

Eldsumbrot í Eyjafjallajökli höfðu veruleg áhrif á rekstur eins og félagið
hefur áður gefið út. Það er mat okkar að neikvæð áhrif takmarkana á flugumferð
séu í kringum 1,5 milljarð króna. Við teljum starfsfólk félagsins hafa sýnt
fádæma sveigjanleika og áræðni sem sýnir sig best í því að EBITDA hagnaður af
áframhaldandi starfsemi á fyrri hluta ársins er umfram áætlanir þrátt fyrir
áhrif gossins. Félagið hefur hækkað EBITDA-spá ársins úr 7,6 milljörðum króna í
8,5 milljarða króna fyrir árið 2010. 

Tap félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 161 milljón króna en tapið nam 1,3
milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Tap félagsins á fyrstu sex
mánuðum ársins nam tveimur milljörðum króna en tapið nam tæpum fimm milljörðum
á sama tímabili í fyrra. Í lok júní var lausafjárstaða félagsins ásættanleg en
samstæðan átti um 7,5 milljarða króna í handbæru fé. 

Félagið bindur miklar vonir við „Inspired by Iceland“ átakið sem Icelandair og
fleiri aðilar í ferðaþjónustu hófu í samstarfi við stjórnvöld í upphafi sumars.
Átakið verður okkur öflugt vopn í þeirri baráttu að auka straum ferðamanna til
landsins á vor og haustmánuðum. Heilt á litið er ég bjartsýnn á framtíðarhorfur
félagsins og ferðaþjónustunnar í heild. Framundan eru bestu mánuðir ársins í
flugrekstri og þjónustu við ferðamenn og félagið væntir þess að uppgjör þriðja
ársfjórðungs muni bera þess merki. 

Í gær náðist stór áfangi fyrir Icelandair Group.  Allt frá því í október 2008
hefur félagið unnið að því að endurskipuleggja efnahagsreikning sinn.  Nú hafa
náðst samningar við helstu lánardrottna og fjárfesta sem fela það í sér að
skuldir félagsins munu lækka, greiðslubyrði þeirra lækka og jafnframt kemur til
nýtt eigið fé bæði í formi reiðufjár og með breytingu skulda í eigið fé.  Í
fyrsta sinn í langan tíma er félagið með heilbrigðan og sterkan
efnahagsreikning. Ég tel framtíðarhorfur í starfsemi Icelandair Group góðar.“

Attachments

icelandair group hf 30 juni 2010 .pdf frettatilk_q2_2010.pdf