Árshlutareikningur RARIK ohf fyrstu sex mánuði ársins 2010


Árshlutareikningur RARIK ohf 1. janúar til 30. júní 2010 var samþykktur af
stjórn þann 27. ágúst. 


Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta
ársins 2010 var 785 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir samstæðunnar.
Rekstrarafkoman var betri en á fyrri hluta ársins 2009.  Rekstrartekjur hækkuðu
um tæplega 12,5% frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum um rúmlega
10,5% og var regluleg starfsemi  fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. 
 
Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 248 milljónir króna á tímabilinu en voru á sama
tímabili árið áður neikvæðir um 875 milljónir króna. Þessi breyting stafar
fyrst og fremst af styrkingu krónunnar, sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum. 

Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru jákvæð um 233 milljónir króna.
 
Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu var hagnaður á tímabilinu 1.080 milljónir
króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var
1.356 milljónir króna eða 29% af veltu tímabilsins, samanborið við 1.166
milljónir eða 28,1%  af veltu á sama tímabili árið áður.  Hreint veltufé frá
rekstri var 1.566 milljónir króna. 

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2010 voru heildareignir RARIK 35.736
milljónir króna og heildarskuldir námu 18.674 milljónum króna. Eigið fé var
17.062 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 47,7%. 

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum. 

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna.
Helstu stærðir úr rekstri: sjá viðhengi					

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2010 eru góðar, en heildarafkoman á næstu
tímabilum ræðst hins vegar að verulegu leyti af þróun á gengi krónunnar og
almennu ástandi efnahagsmála. 

Á tímabilinu var lokið við 3 milljarða innlent skuldabréfaútboð og unnið er að
frekari fjármögnun félagsins til ársins 2012. Sú vinna er unnin í samstarfi við
viðskiptabanka félagsins og gengur samkvæmt áætlun, en gert er ráð fyrir að öll
vaxtaberandi lán verði í formi langtímalána í lok ársins. 

Árshlutareikningur RARIK 1. janúar til 30. júní 2010 var samþykktur á fundi
stjórnar þann 27. ágúst 2010. 
 
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma
528-9000. 

Attachments

arshlutareikn rarik ohf 30 06 2010.pdf frettatilkynning um afkomu rarik ohf 30  juni 2010.pdf