Árshlutareikningur HS Orku hf. 1. janúar til 30. júní 2010


Árshlutareikningur HS Orku hf var samþykktur af stjórn félagsins á
stjórnarfundi félagsins sem haldinn var í síðdegis. 

Tap félagsins nam 2,4 milljörðum samanborið við hagnað að upphæð 184 milljónum
fyrir sama tímabil 2009. Þegar tekið hefur verið tillit til tekna og gjalda
færðra á eigið fé er afkoman í heild neikvæð um 2,5 milljarða samanborið við
hagnað að upphæð 612 milljónir fyrir sama tímabil 2009.  Lækkun milli tímabila
stafar í meginatriðum af lækkun á álafleiðum (framtíðarvirði
raforkusölusamninga) að fjárhæð 4,1 milljarði en hækkun var að upphæð 814
milljónum fyrir sama tímabil 2009 og breytingum á þýðingarmun dótturfélaga en
nú er um gjaldfærslu að upphæð 68 milljónum en var um tekjufærslu að upphæð 428
milljónum fyrir sama tímabil 2009.  Á móti þessum lækkunum kemur gengishagnaður
að upphæð 597 milljónum en gengistap var að upphæð 947 milljónum fyrir sama
tímabil 2009. 

Samkvæmt árshlutareikningi námu heildartekjur HS Orku hf  á tímabilinu tæpum
3,5 milljörðum samanborið við 2,9 milljarða fyrir sama tímabil í fyrra.  Þessa
tekjuaukningu má í meginatriðum rekja til hærra meðalálverðs samanborið við
sama tímabil frá 2009. 

“Þrátt fyrir áframhaldandi erfiða stöðu íslensks efnahagalífs hefur HS Orku hf
tekist að halda sterkum rekstri en hagnaður fyrir fjármagnsliði er 950
milljónir á móti 556 milljónum fyrir sama tímabil 2009,” segir Júlíus Jónsson,
forstjóri  HS Orku hf. “Meginástæðan tapsins er lækkun á álafleiðu að upphæð
4,1 milljarði en sterkara gengi íslensku krónunnar heldur þar lítillega á móti
og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram”. 

Framleiðslu- og sölukostnaður nam 2,4 milljörðum samanborið við 2,1 milljarð
fyrir sama tímabil 2009. Aukning skapast vegna aukins kostnaðar við framleiðslu
og sölu orkunnar. Önnur rekstrargjöld námu 233 milljónum samanborið við 187
milljónir fyrir sama tímabil 2009. Aukning annarra rekstrargjalda stafar
aðallega af sérstakri afskrift rekstrareigna að upphæð 73 milljónir. 

Árshlutauppgjör og fréttatilkynning er í viðhengi.

Attachments

hs orka hf. interim financial statement 30 june 2010.pdf hs orka hf. frettatilkynning 30. agust 2010.pdf