Ný Stjórn


Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Icelandair Group á hluthafafundi þann
15.september 2010. 

Auður Finnbogadóttir, kennitala: 200767 3739
Fjöldi atkvæða: 466.559.586
Finnbogi Jónsson, kennitala: 180150-2429
Fjöldi atkvæða: 466.559.586
Katrín Olga Jóhannesdóttir, kennitala: 010862-7369
Fjöldi atkvæða:466.542.492
Sigurður Helgason, kennitala: 010546-2069
Fjöldi atkvæða:466.709.586
Úlfar Steindórsson, kennitala: 030756-2829
Fjöldi atkvæða: 597.754.244

Í varastjórn voru sjálfkjörnir:
Herdís Dröfn Fjeldsted, kennitala: 210971-4329
Magnús Magnússon, kennitala: 160965-4799
Vilborg Lofts, kennitala: 121256-3129

Stjórn Icelandair Group hefur fundað og kjörið Sigurð Helgason formann stjórnar
og Finnboga Jónsson, varaformann stjórnar.

 
Upplýsingar um stjórnarmenn:
Auður Finnbogadóttir er sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Hún hefur 15 ára
reynslu af störfum og stjórnarsetu á  íslensku atvinnulífi.  Hún var tímabundið
framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar frá hausti 2009 til
vors 2010.  Auður er viðskiptafræðingur og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. 

Finnbogi Jónsson er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hann var
framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins frá 2006.  Finnbogi var áður
framkvæmdastjóri SR-Mjöls frá 2003-2006. Finnbogi hefur síðustu 25 ár gengt
ýmsum stjórnunarstöðum í íslenskum sjávarútvegi.  Finnbogi hefur setið í fjölda
stjórna íslenskra fyrirtækja, einkum tengdum sjávarútvegi. Hann er með próf
í verkfræði og rekstrarhagfræði frá háskólanum í Lundi. 

Katrín Olga Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Skiptum hf. 
Katrín Olga hefur gengt magvíslegum stjórendastöðum hjá Símanum frá árinu 2002,
og var þar áður framkvæmdastjóri Navison á Íslandi.  Katrín Olga á sæti í
bankaráði 
Seðlabanka Íslands og situr í stjórn Sirius IT og Skjá Miðla. Hún er með
Cand.Oecon próf frá Háskóla Íslands og MSc frá Háskólanum í Óðinsvéum. 

Sigurður Helgason, er stjórnarmaður í Finnair frá árinu 2007.  Hann var
forstjóri Flugleiða/FL-Group/Icelandair frá 1985-2005 og starfsmaður Flugleiða
frá árinu 1974.  Hann hefur setið í stjórnum Calidiris ehf , Vildarbarna og
IATA.  Hann lauk Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands og MBA frá Chapel Hill. 

Úlfar Steindórsson er framkvæmdastjóri Toyota á Íslandi.  Hann var
framkvæmdastjóri Primex ehf á Siglufirði frá 2002-2004 og framkvæmdastjóri
Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins frá 1999-2002.   Úlfar hefur setið í stjórnum
fjölda fyrirtækja í íslensku atvinnulífi á síðustu árum.  Úlfar er með
Cand.Oecon gráðu frá Háskóla Íslands og MBA frá Virgina Commonwealth
University.