NASDAQ OMX Nordic innleiðir nýjar verðsveifluvarnir til verndar fjárfestum og skráðum fyrirtækjum


Reykjavík, 27. september, 2010 - NASDAQ OMX Group, Inc, tilkynnir um
innleiðingu nýrra verðsveifluvarna (Volatility Guards) á mörkuðum sínum á
Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, sem munu vernda fjárfesta og skráð
fyrirtæki í hviklyndum markaðsaðstæðum. 

“Nýju verðsveifluvarnirnar, sem byggja á eldri samnorrænum vörnum, mæta kröfum
nútímans í viðskiptaumhverfi sem einkennist af hraða og háþróaðri
viðskiptatækni. Innleiðing verðsveifluvarnanna mun auka frekar vissu fjárfesta
og skráðra fyrirtækja um eðlilega verðmyndun á mörkuðum okkar á Norðurlöndunum
og í Eystrasaltsríkjunum.  Eitt af því mikilvægasta sem við lærðum af nýlegri
ókyrrð á mörkuðum og fjármálakreppunni er mikilvægi þess að samræma aðgerðir
til að mæta óstöðugleika á markaði, en einnig til að takast á við
margbreytileika samtvinnaðra og tæknidrifinna markaða nútímans”, sagði Þórður
Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland. 

Í NASDAQ OMX Nordic verðsveifluvörninni felst stöðvun og endurupptaka viðskipta
í gegnum ferli sem hannað er til að koma aftur á eðlilegri verðmyndum í
einstökum bréfum (hlutabréfum og kauphallarsjóðum) skráðum á NASDAQ OMX Nordic
og Baltic kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn, Íslandi, Tallinn,
Riga og Vilníus og First North vaxtarmarkaðnum. 

Norræna verðsveifluvörnin mun verða notuð ef tilboð víkur hlutfallslega um of
frá síðasta söluverði (Dynamic Volatility Guard) eða frá viðmiðunarverði, sem
er venjulega upphafsverð dagsins (Static Volatility Guard). Þegar
verðsveifluvörn er virkjuð, stöðvast samfelld viðskipti og uppboð hefst sem
stendur yfir í 60-180 sekúndur. Tilboðabókin opnast aftur fyrir samfelld
viðskipti eftir það. 
 
Norræna verðsveifluvörnin verður innleidd í dag á Íslandi, í
Eystrasaltsríkjunum og á öllum First North mörkuðunum og þann 30. september á
aðalmörkuðum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn. 

NASDAQ OMX norræna verðsveifluvörnin - þröskuldar 

	Dynamic Volatility Guard*	Static Volatility Guard*
Aðalmarkaðir í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn
Hlutabréfavísitölur (OMXS30/OMXH25/OMXC20) 	

3%	

10%
Önnur hlutabréf eða kauphallarsjóðir (ETFs)	5%	15%
First North stocks	10%	15%
“Penny shares”: 	     	
0.25-5 (SEK, DKK), 0.025-0.5 (EUR) 	 25% 	 50% 
0.1-0.25 (SEK,DKK), 0.01-0.025 (EUR) 	 40% 	 75% 
0.05-0.1 (SEK,DKK), 0.005-0.01 (EUR) 	 50% 	 100% 
0-0.05 (SEK,DKK), 0.0-0.005 (EUR) 	 100% 	 200% 
Eystrasalt og Ísland: 		
Hlutabréf í Eystrasaltsríkjunum 	 10% 	 15% 
Íslensk hlutabréf	 10/5% 	 N/A 
		

* Munur tilboðs frá síðasta söluverði 
** Munur tilboðs frá viðmiðunarverði (venjulega upphafsverð dags)

Lengd uppboða: Configuration item: 	 Tímalengd: 
 Uppboð vegna virkjunar verðsveifluvarnar  Dynamic Volatility Guard 	 60 sek 
 Uppboð vegna virkjunar verðsveifluvarnar -  Static Volatility Guard 	 180 sek 
 Tímabil fyrir lokunaruppboð þar sem engri verðsveifluvörn verður    virkjuð 	
240 sek 


Um NASDAQ OMX
NASDAQ OMX Group, Inc. er stærsta kauphallarfyrirtæki heims. Það veitir
viðskipta- og kauphallarþjónustu sem og almenna fyrirtækjaþjónustu í sex
heimsálfum og með yfir 3.600 félög í viðskiptum er það í fararbroddi stærstu
markaða heims. NASDAQ OMX býður félögum um allan heim upp á fjölda
fjármögnunarkosta, þar á meðal U.S. listings market, NASDAQ OMX Nordic, NASDAQ
OMX Baltic, NASDAQ OMX First North, og 144A geirann. Fyrirtækið  býður upp á
viðskipti með fjölda eignaflokka, svo sem hlutabréf, afleiður, skuldabréf,
hrávörur, samsettar vörur og kauphallarsjóði. NASDAQ OMX upplýsingatækni styður
starfsemi rúmlega 70 kauphalla, greiðslustofnana og verðbréfamiðstöðva í yfir
50 löndum. NASDAQ OMX Nordic og NASDAQ OMX Baltic eru ekki lögaðilar en
hugtakið lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq OMX kauphallanna í Helsinki,
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Tallinn, Ríga og Vilníus. Nánari
upplýsingar um NASDAQ OMX eru á (http://www.facebook.com/nasdaqomx) og Twitter
(http://www.twitter.com/nasdaqomx). 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar
eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá
1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar
taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og
þjónustu NASDAQ OMX. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging
fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem
fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í
staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir
þættir sem NASDAQ OMX hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en
takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu NASDAQ OMX á
svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska
verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að
endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur. Engin trygging er
fyrir því að verðbréfaeftirlitið muni veita NASDAQ OMX aðila það vald og leyfi
sem hann kynni að sækja. 


- # - 
NASDAQ OMX fjölmiðlatengill:

Kristín Jóhannsdóttir
525 2844
kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com 

NDAQG

Attachments

nordic volatility guard _092710_ice.pdf