- Uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánaða ársins


Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
„Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins er betra en við gerðum ráð fyrir. Bætt afkoma
skýrist einkum af auknu framboði og aukinni sölu á Norður-Atlantshafsmarkaði en
jafnframt af góðri sætanýtingu og tekjustýringu í leiðakerfi Icelandair.
EBITDA-hlutfall fyrirtækisins nam 29,4% á þriðja ársfjórðungi og 16,6% á fyrstu
níu mánuðum ársins.
 
Við birtingu uppgjörs vegna fyrstu sex mánaða ársins hækkaði félagið EBITDA spá
ársins úr 7,6 milljörðum króna í 8,5 milljarða króna. Rekstur þriðja
ársfjórðungs gekk vel og í ljósi þess hækkaði félagið EBITDA spá ársins 2010 í
9,5 milljarða króna. Rekstur samstæðunnar í október og bókunarstaða fyrir
síðustu tvo mánuði ársins er með þeim hætti að félagið hefur enn hækkað EBITDA
spá ársins úr 9,5 milljörðum í 10,5 milljarða. 

Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,2 milljörðum króna samanborið
við 4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins á fyrstu níu
mánuðum ársins nam 3,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra nam heildartap
samstæðunnar 1 milljarði króna. Í lok september nam handbært fé félagsins 7,4
milljörðum króna. 

Þrátt fyrir góða afkomu á fyrstu níu mánuðum ársins liggur fyrir að framundan
eru tveir krefjandi ársfjórðungar. Áframhaldandi óvissa í íslensku efnahagslífi
er fyrirtækinu kostnaðarsöm og á næsta ári eru líkur á að samkeppni í
millilandaflugi til og frá Íslandi harðni umtalsvert .Jafnframt má búast við
auknu framboði yfir Atlantshafið en við teljum fyrirtækið vel í stakk búið til
að mæta þeirri samkeppni með aukinni þjónustu, hagkvæmri verðlagningu og
stöðugu sætaframboði til og frá landinu. 

Eins og tilkynnt var þann 21. október síðastliðinn er fjárhagslegri
endurskipulagningu Icelandair Group lokið. Vaxtaberandi skuldir lækka um tæpa
14 milljarða króna og eru um 25 milljarðar króna eftir endurskipulagninguna.
Samhliða hefur hlutafé félagsins hækkað eftir greiðslu reiðufjár frá fjárfestum
sem skráðu sig fyrir 5,5 milljörðum króna að markaðsverði í nýju hlutafé.
Einnig hafa stærstu lánveitendur Icelandair Group breytt skuldum að fjárhæð 3,6
milljörðum króna í hlutafé miðað við gengið 5, þannig að þeir munu skrá sig
fyrir 720 milljón nýjum hlutum. Heildarhlutafjárhækkun mun þannig nema um 2,9
milljörðum nýrra hluta að nafnvirði. 

Ég er mjög ánægður með þær breytingar sem félagið hefur gengið í gegnum á þessu
ári. Að lokinni fjárhagslegu endurskipulagningunni stendur efnahagur og rekstur
Icelandair Group traustum fótum. Á þeim trausta grunni munum við halda áfram að
auka ferðamannastraum til Íslands á vorin og haustin - sem er stærsta kappsmál
allra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Endurbættur efnahagur mun gera okkur
kleift að vaxa innanfrá. Icelandair Group stóð af sér kostnaðarsamt eldgos fyrr
á árinu og efnahagslægð sem hófst á árinu 2008 hefur verið félaginu mjög
kostnaðarsöm. Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins gefur okkur ástæðu til að vera
bjartsýn á framtíðina.“

Afkoma á þriðja ársfjórðungi 2010
+  EBITDA  var 9,1  milljarðar króna en var 6,9 milljarðar króna á sama tíma í
   fyrra 
+  EBIT var 7,5 milljarðar króna en var 5,4 milljarðar króna á sama tíma í
   fyrra. Afskriftir voru 1,6 milljarðar króna en voru 1,5 milljarðar króna á
   sama 
   tíma í fyrra 
+  Heildarvelta Icelandair Group var 31,1 milljarðar króna og jókst um 8,9% frá
   sama tíma í fyrra 
+  Fjármagnskostnaður var 1,2 milljarðar króna samanborið við 1,4 milljarða
   króna árið áður 
+  Hagnaður eftir skatta var 5,2 milljarðar króna en hagnaður var 4,0 milljarðar
   króna á sama tíma í fyrra

Afkoma á fyrstu níu mánuðum 2010
+  EBITDA  var 11,5 milljarðar króna en var 8,4 milljarðar króna á sama tíma í
   fyrra 
+  EBIT var 7,2 milljarðar króna en var 4,4 milljarðar króna á sama tíma í
   fyrra. Afskriftir voru 4,2 milljarðar króna en voru 3,9 milljarðar króna á
   sama tíma í fyrra. 
+  Fjármagnskostnaður var 3,0 milljarðar króna samanborið við 3,1 milljarð króna
   árið áður 
+  Hagnaður eftir skatta var 3,2 milljarðar króna en tap var 1,0 milljarður
   króna á sama tíma í fyrra 
+  Handbært fé í lok ársfjórðungsins var 7,4 milljarðar króna, en var 1,9 í
   árslok 2009 
+  Eiginfjárhlutfall var 18,6 % í lok september 2010, en var 16,4% í lok ársins
   2009 
+  Eignir voru  91,2 milljarðar króna í lok september 2010 samanborið við 89,1
   milljarð króna í árslok 2009

Attachments

frettatilkynning_q3_2010.pdf icelandair group hf 30 sept 2010.pdf