Hlutafjárútboð


Meðfylgjandi er Icelandair Group verðbréfalýsing og samantekt bæði skjöl
dagsett 7. desember 2010. Lýsing Icelandair Group samanstendur af
útgefandalýsingu dagsettri 28. október 2010 og verðbréfalýsingu og samantekt
dagsettum 7. desember 2010. 

Fyrirvari: 

Icelandair Group hf. („félagið“) vill vekja athygli á skilmálum í almenna
útboði („útboðið“) félagsins sem mun hefjast 8. desember 2010 kl. 10.00 og
lýkur 23. desember 2010 kl. 16.00. Eins og fram kemur í verðbréfalýsingu
dagsettri 7. desember 2010 þá er útboðinu beint til aðila sem uppfylla
eftirfarandi skilyrði: 

1.	Núverandi hluthafar félagsins úr hluthafaskrá 17. nóvember 2010 skv.
Verðbréfaskráningu Íslands. Bréf í félaginu sem voru keypt frá og með 15.
nóvember njóta ekki forgangsréttar. 
2.	Allir starfsmenn félagsins ásamt dótturfélögum þess, að undanskildum
Bluebird Cargo ehf. og SmartLynx AOC, sem voru starfandi hjá félögunum þann 31.
október 2010. 
3.	Almenningi og fyrirtækjum á Íslandi.
Útboðið, eins og því er lýst í verðbréfalýsingu félagsins, mun vera í formi
almenns útboðs í skilningi 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Útboðið mun eingöngu eiga sér stað á Íslandi. 

Eitt af meginskilyrðum útboðsins er að einstaklingar eða lögaðilar sem ætla sér
að taka þátt í útboðinu uppfylli ofangreind skilyrði og hafi íslenska
kennitölu. 

Þeir sem ætla að skrá sig fyrir nýjum hlutum í útboði félagsins eru hvattir til
að kynna sér vandlega Lýsingu Icelandair Group sem samanstendur af
útgefandalýsingu dagsettri 28. október 2010 ásamt samantekt og verðbréfalýsingu
dagsettum 7. desember 2010. 

Þessi fyrirvari er gerður í samræmi við 2. mgr. 29. gr. reglugerð
framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins nr. 809/2004. 

Icelandair Group hf. vill vekja athygli á því að misritun átti sér stað í
tilkynningu félagsins varðandi skilmála útboðsins sem birtist þann 7. desember
2010. Í lið 1 í tilkynningunni kom fram að þau hlutabréf sem voru keypt eftir
15. nóvember njóta ekki forgangsréttar. Setning átti að segja að þau hlutabréf
sem voru keypt frá og með 15. nóvember njóta ekki forgangsréttar.

Attachments

2010 12 7 icelandair sec note final.pdf - adobe acrobat professional.pdf 2010 12 7 icelandair - summary final.pdf - adobe acrobat professional.pdf