Umtalsverð umframáskrift í hlutafjárútboði í Icelandair Group hf.


Stjórn Icelandair Group hf. ákvað í dag að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember sl.. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréfa. Nýju bréfunum verður útdeilt á milli hluthafa, starfsmanna og almennings, eins og þessum aðilum er lýst í verðbréfalýsingu félagsins frá 7. desember 2010.

Hluthafar skráðu sig fyrir 1.555.811.956 hlutum, starfsmenn fyrir 79.924.664 hlutum og almenningur fyrir 1.219.897.000hlutum. Starfsmenn nutu forgangs að 160.000.000 hlutum og þar sem ekki barst full áskrift munu útistandandi hlutir bætast við þá sem boðnir voru almenningi. Verður því 180.075.336 hlutum útdeilt til almennings í stað 100.000.000.

Hlutum verður útdeilt til hluthafa í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að allar áskriftir starfsmanna verði samþykktar.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að allar áskriftir sem bárust frá almenningi fyrir –allt að 200.000 hluti verði samþykktar. Áskriftum umfram 200.000 hluti verður útdeilt hlutfallslega til viðeigandi aðila.

Greiðsluseðlar verða sendir út 30. desember 2010 og verður síðasti greiðsludagur þeirra 6. janúar 2011. Nýju hlutirnir eru sambærilegir núverandi hlutum í félaginu að öllu leiti. Félagið gerir ráð fyrir að nýju hlutirnir verði gefnir út í fyrsta lagi 10. janúar 2011 og teknir til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX á Íslandi eigi fyrr en 11. janúar 2011.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group um útboðið:

Stjórn og stjórnendur Icelandair Group eru mjög ánægð með það mikla traust sem fjárfestar sýna félaginu með því að skrá sig fyrir næstum þreföldu magni sem í boði var. Jafnframt er það ánægjulegt fyrir hlutabréfamarkaðinn á Íslandi að áhugi á hlutabréfaútboði skuli vera eins mikill og raun ber vitni.“

 

Frekari upplýsingar veitir:

Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group, sími: 665-8801