Össur hf. - Endurfjármögnun


                                            Tilkynning frá Össuri hf. Nr. 4/2011
                                                         Reykjavík, 9. mars 2011

Össur undirritaði í dag samning við þrjá alþjóðlega banka, ING Bank, Nordea og
SEB, um langtímafjármögnun að fjárhæð 231 milljón Bandaríkjadala.
Lánasamningurinn markar tímamót í fjármögnun félagsins. Össur hefur nú tryggt
sér alþjóðlegan aðgang að fjármagni, bæði eigin fé og lánsfé.

Helstu atriði:
  * Heildarlánsfjárhæð er 231 milljón Bandaríkjadala:

      * 120 milljóna dala lán með jöfnum afborgunum
      * 111 milljóna dala lánalína fyrir rekstur og möguleg fyrirtækjakaup

  * Meðalvextir eru 145 punktar ofan á LIBOR/EURIBOR
  * Vaxtakjör munu breytast í takt við skuldsetningu félagsins
  * Lánasamningurinn er til fimm ára, með lokagjalddaga árið 2016
  * Allir bankarnir höfðu jafna aðkomu að lánasamningnum (e. Bookrunning
    Mandated Lead Arrangers)


Kjör eru góð og endurspegla sterka fjárhagslega stöðu Össurar og bjartar
framtíðarhorfur. Núverandi lán verða greidd upp og fjármagnskostnaður mun lækka.

FTI Consulting og Slaughter and May veittu Össuri ráðgjöf við
endurfjármögnunina.

Nánari upplýsingar:
Jón Sigurðsson, forstjóri, sími: +354 5151300
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, sími: +354 515 1300


[HUG#1495630]