Hlutabréf Össurar hf. tekin til viðskipta - nánari upplýsingar


Eins og fram kom í markaðstilkynningu NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) þann 11. mars sl. hefur Kauphöllin ákveðið að eigin frumkvæði að taka hlutabréf Össurar hf. til viðskipta mánudaginn 28. mars nk., eða næsta viðskiptadag eftir að hlutabréf félagsins verða tekin úr viðskiptum að eigin ósk, sjá https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=442719&lang=is

Hér fylgja nánari upplýsingar um töku bréfanna til viðskipta:

Nafn félags:       Össur hf.

Auðkenni:          OSSRu

Fjöldi bréfa:       453.750.000

ISIN númer:       IS0000000040

Nr. tilboðabókar (Orderbook ID): 5405

Viðskiptalota: 1 bréf

Stærðarflokkun: Mid cap

Viðskipti með hlutabréf Össurar verða sem fyrr í íslenskum krónum og gerð upp með sama hætti og áður í gegnum Verðbréfaskráningu Íslands.

Athygli er vakin á því að númer tilboðabókarinnar (Orderbook ID) verður hið sama og í fyrri skráningu (þ.e. þeirri sem lýkur 25. mars nk.). Þetta er gert til að auðvelda aðgengi að sögulegum upplýsingum um verð og viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöllinni.

Eins og greint var frá í markaðstilkynningu þann 15. mars sl. verða hlutabréf Össurar hf. áfram í OMXI6 vísitölunni og meðhöndlun í öðrum vísitölum verður einnig óbreytt, sjá https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=443192&lang=is

Ágrip fyrir Össur hf. verður birt í sérstakri markaðstilkynningu.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Kristín Jóhannsdóttir

kristin.johannsdottir@nasdaqomx.com

868 9836