Aðgerðir á skuldabréfamarkaði


Eins og fram kom í fréttatilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins 25. mars sl. um áætlun um losun gjaldeyrishafta miðar ferlið m.a. að því að takmarka neikvæð áhrif á skuldabréfmarkað. Í ljósi þess hafa Lánamál ríkisins náð samkomulagi við aðalmiðlara um að Lánamál ríkisins fylgist náið með þróun á skuldabréfamarkaði og munu styðja við markaðinn með kaupum og/eða sölu á ríkisbréfum mánudaginn 28. mars ef nauðsyn krefur. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við aðalmiðlara um að kaupendur gjaldeyris í væntanlegum útboðum Seðlabanka Íslands geti selt ríkissjóði ríkisvíxla og ríkisbréf með gjalddaga fyrir árslok 2013 til fjármögnunar á gjaldeyriskaupum.
Tilgangur þessa er að draga úr sveiflum og óvissu sem kann að skapast á markaði.


Frekari upplýsingar veita Ingvar. H. Ragnarsson hjá Fjármálaráðuneytinu í síma 545 9200 og Björgvin Sighvatsson hjá Lánamálum ríkissjóðs í síma 569 9633.